Samkvæmt húsnæðislánareiknivél Íslandsbanka er heildarkostnaður verðtryggðs láns 1.262.573.807 króna ef tekið er 64. milljóna lán hjá bankanum. Kaupandinn myndi leggja fram 16 milljónir í eigin fé og kaupverð væri 80 milljónir sem er meðalverð fyrir 3-4 herbergja íbúð í Reykjavík.
Baldur Borgþórsson einkaþjálfari og fv. varaborgarfulltrúi Miðflokksins, vekur athygli á þessu á fésbókasíðu sinni þar sem hann segir m.a. áhugavert að vera metinn lánshæfur fyrir 64 milljóna króna húsnæðisláni, en aðeins ef þú samþykkir að heildarkostnaður lánsins verði 1.239.425.077 kr.
„Sem sagt, ef þú samþykkir að borga rétt um þúsund milljónum meira fyrir lánið, þá ertu lánshæfur, hvar annar staðar en á Íslandi,“ segir Baldur.
Fréttin sló á þráðinn til Baldurs sem segir að mikilvægt sé að hafa í huga að afborganir af verðtryggðum lánum hækka eftir gjalddaga 105 eða eftir 7-8 ár, og ef deilt er eftirstöðvum lána á þá mánuði sem eftir eru, yrðu afborganir mun hærri eða ca.2-3 milljónir á mánuði ef að greiðandinn ætti á endanum að geta greitt 1.239.425.077 kr. fyrir lánið.
Í dag eru vextir 10.5% á óverðtryggðum húsnæðislánum samkvæmt Seðlabanka Íslands.
Þess má geta að ekkert Norðurlandanna er með svo háa vexti þrátt fyrir verðbólguna sem löndin eru einnig að glíma við.