Edwin van der Sar, fyrrverandi markvörður hjá Manchester United, Ajax, Juventus og Fulham, var fluttur á gjörgæslu í Króatíu vegna heilablæðingar í gær, föstudag. Van der Sar er Hollendingur og er 52 ára. Hann var fríi í Króatíu og liggur á gjörgæslu á sjúkrahúsi þar í landi.
Í tilkynningu frá Ajax, þar sem Van der Sar hóf sinn feril og lét nýverið af störfum sem framkvæmdastjóri, segir að líðan hans sé stöðug en ástand hans sé enn alvarlegt.
Van der Sar lék á sínum tíma 130 A-landsleiki fyrir Holland, og er næstleikjahæstur í sögu landsliðsins. Hann vann einnig Meistaradeild Evrópu með báðum liðum, ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og hollensku úrvalsdeildina fjórum sinnum.