Edw­in van der Sar fluttur á gjörgæslu eftir heilablæðingu

frettinErlent, ÍþróttirLeave a Comment

Edw­in van der Sar, fyrr­verandi markvörður hjá Manchester United, Ajax, Ju­vent­us og Ful­ham, var flutt­ur á gjör­gæslu í Króa­tíu vegna heilablæðingar í gær, föstudag. Van der Sar er Hollendingur og er 52 ára. Hann var fríi í Króa­tíu og liggur á gjör­gæslu á sjúkra­húsi þar í landi.

Í til­kynn­ingu frá Ajax, þar sem Van der Sar hóf sinn feril og lét ný­verið af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri, seg­ir að líðan hans sé stöðug en ástand hans sé enn alvarlegt.

Van der Sar lék á sín­um tíma 130 A-lands­leiki fyr­ir Hol­land, og er næst­leikja­hæst­ur í sögu landsliðsins. Hann vann einnig Meist­ara­deild Evr­ópu með báðum liðum, ensku úr­vals­deild­ina fjór­um sinn­um og hol­lensku úr­vals­deild­ina fjór­um sinn­um.

skysports.com

Skildu eftir skilaboð