Rík­is­stjórn Hol­lands er fall­in vegna ágreinings í mál­efn­um hæl­is­leit­enda

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Rík­is­stjórn Hol­lands er fall­in vegna ágrein­ings á milli sam­starfs­flokka um stefnu í mál­efn­um hæl­is­leit­enda.

Stjórn­mála­flokk­arn­ir fjór­ir sem mynduðu rík­is­stjórn­ina komust ekki að sam­komu­lagi í viðræðum sem for­sæt­is­ráðherr­ann Mark Rutte boðaði til.

Rík­is­stjórn­in var mynduð fyr­ir rúm­lega fjór­um árum en flokk­arnir hafa verið á önd­verðum meiði varðandi mál­efni flótta­manna um nokk­urt skeið. Talið er að lík­legt að boðað verði til kosn­inga í haust.

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur enn ekki staðfest fall rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en for­sæt­is­ráðherr­ann gaf út til­kynn­ingu fyrr í kvöld, um að hann myndi ræða við blaðamenn í kjöl­far neyðar­fund­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um klukk­an hálf tíu að staðar­tíma.

Skildu eftir skilaboð