RÚV finnur vafasamar 20 milljónir, en ekki hjá Sigríði Dögg

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Fréttastofa RÚV fann í Lindarhvolsskýrslu eitt dæmi um að ríkissjóður gæti hafa orðið af 20 milljónum króna er ríkiseign var seld fyrir sex árum. Þetta eina dæmi er nefnt í tveim fréttum RÚV um skýrsluna.

Fyrri fréttin

Sigurður gerir einnig athugasemd við það að söluverð á hlutabréfum í Vörukaupum hafi verið lækkað úr 151 milljón í 131 milljón

Seinni fréttin

Vafasöm 20 milljóna króna lækkun kaupverðs á grundvelli óundirritaðs minnisblaðs frá Deloitte

Ef fréttastofa RÚV ber hag ríkissjóðs fyrir brjósti og telur 20 m.kr. stórfé ætti Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands að vera nærtækt viðfangsefni. Samkvæmt Fréttinni er Sigríður Dögg þekkti blaðamaðurinn sem viðurkenndi skattalagabrot upp á tugi milljóna króna fyrir tveim árum en fékk að fela brotið sjónum almennings.

Formaður Blaðamannafélags Íslands taldi ekki fram tekjur af íbúðum sem hann leigði ferðamönnum í skammtímaleiga í gegnum Airbnb. Sigríður Dögg endurgreiddi vangoldinn skatt með 25 prósent álagi í gegnum einkahlutafélag sitt. Fyrir tveim árum skilaði einkahlutafélagið sjö milljón króna hagnaði, samkvæmt Fyrirtækjaskrá. Árin þar á undan var engum ársreikningum skilað.

Formaður stéttafélags blaðamanna fékk sérmeðferð hjá skattayfirvöldum. Aðrir í sömu sporum fengu á sig opinbera málssókn frá saksóknara. Sigríði Dögg var leyft að gera upp vantaldar leigutekjur í gegnum einkahlutafélag, gagngert til að blettur félli ekki á starfsheiður formanns Blaðamannafélags Íslands.

Það ættu að vera hæg heimatökin á fréttastofu RÚV að grennslast fyrir um undanskot formanns Blaðamannafélags Íslands og torkennileg samskipti við skattayfirvöld. Ásamt formennskunni er Sigríður Dögg í fullu starfi á RÚV - sem fréttamaður.

Skildu eftir skilaboð