Íslenska ríkið styrkir kaup á „grænum“ þungaflutningabifreiðum um allt að 20 milljónir króna

frettinInnlent, OrkumálLeave a Comment

Orkustofnun, sem starfar undir yfirstjórn Umhverfis, orku-og loftslagsráðuneytisins hefur auglýst styrki til kaupa á þungaflutningabifreiðum um allt að 20 milljónir. Umsóknarfrestur rennur út í dag, 11. júlí.

Styrkurinn nær til tækja sem ganga að öll leyti fyrir rafmagni eða endurnýjanlegu eldsneyti. Styrkurinn er veittur eftir þyngdarflokkum, allt að 1 milljón króna fyrir hvert tonn tækja sem eru á bilinu 5-16 tonn. Fyrir tæki sem eru yfir 16 tonn, er heildar stuðningur allt að 20 milljónir króna. Heildarúthlutun að þessu sinni eru 400 millljónir króna. Hér má sjá auglýsingu Orkustofnunar.

Skildu eftir skilaboð