Arnar Sverrisson skrifar:
Það er ekki bara fyrrverandi forsætisráðherra Ástrala, Paul Keating, sem ofbýður embættisfærsla og viðhorf Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Nató.
Norskur herforingi á eftirlaunum, Einar Ödegård, finnur hjá sér hvöt til að kenna fyrrverandi forsætisráðherra sínum um klasasprengjur, sem hann virðist hafa dálæti á.
Í opinberu bréfi hans stendur m.a.: Þegar sprengjukrílið fellur til jarðar kviknar í púðrinu, þannig að fjöldi stálkúlna þeytast glóandi umhverfis með ógnarhraða. Kúlan borar sig inn í mannslíkamann, brennir og bítur, eyðileggur vefinn og gerir flakandi sár. Hún stansar í stærri líffærum og geislar hita, þ.e. hún brennir vefinn.
Það ætti öllum að vera ljóst, hvers vegna Nató þyki þjóðráð að drepa Rússa með þessu móti.
Jens Stoltenberg og sprengjurnar hans
