Hallgrímur Helgason segist vera til í að „byrla Páli aftur“

frettinInnlent1 Comment

Hallgrímur Helgason rithöfundur, lét ósmekkleg orð falla í gær, þegar hann hæddist að því að Páli Steingrímssyni skipstjóra, hafi verið byrlað ólyfjan með þeim afleiðingum að hann féll í dá og var vart hugað líf um tíma.

Eins og flestum er kunnugt um þá varð Páll fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu að honum var byrlað margföldum skammti að svefnlyfjum, sem leiddi til þess að farið var með hann í hraði á gjörgæslu Landspítalans, þar sem tvísýnt þótti um líf hans og voru börn hans m.a. kölluð til og sagt að undirbúa sig undir það að kveðja föður sinn fyrir fullt og allt.

Blessunarlega þá náði Páll heilsu á ný, en atvikið hafði gríðarleg áhrif á hann og fjölskyldu hans. Páll ræddi við fjölmiðlamanninn Frosta Logason um þessa skelfilegu lífsreynslu.

Hallgrímur Helgason virðist þó hafa haft gaman að atvikinu og skrifaði á facebook að hann „gæti byrlað Páli aftur.“ Má þá skilja ummælin sem nokkurskonar líflátshótun.

í Facebook-hópnum; Hrísey – myndir og fréttir áttu ummælin sér stað. Í færslu innan hópsins óskar Hallgrímur Helgason eftir aðstoð, hann útskýrir að bifreið hans hafi bilað og hann sé því fastur á Akureyri og vanti far til Hríseyjar:

„Hæ er strandaglópur á ak, bíllinn bilaði, er einhver á leið út í eyju?“

Undir færsluna skrifar Ólafur Pálmi sem og spyr hvort Páll Steingrímsson geti geti ekki skutlast með hann, en Páll býr einmitt á Norðurlandi.

Við ábendinguna svarar Hallgrímur eftirfarandi:

„Ansans, fékk far með öðrum, annars hefði ég getað byrlað honum aftur“

Ummælin ósmekklegu féllu ekki í kramið hjá netverjum og skrifar maðurinn aftur undir færsluna:

„Hallgrímur Helgason ekki hélt ég að þú værir svona illa innrættur, en jú nú sannast að þú ert miklu verri maður en ég hélt“

Páli skipstjóra varð eðlilega brugðið við ummælin og skrifaði m.a.:

„Ég er kominn með ansi þykkan skráp eftir allt saman en ég verð að viðurkenna að það fékk á mig að sjá að listamanninum Hallgrími Helgasyni þykir ekkert tiltökumál að byrlað sé fyrir manni, en lét þau orð falla að ef hann hefði fengið far með mér í bíl þá hefði hann geta byrlað mér aftur. Hversu smekklegt er þetta? Þetta er maður sem lengi hefur verið styrktur af Alþingi fyrir skattfé okkar hinna.“

Ummælin má sjá hér neðar:

One Comment on “Hallgrímur Helgason segist vera til í að „byrla Páli aftur“”

  1. Hallgrímur Helgason er partur af góða fólkinu (glóbalistunum), þessi maður er búinn að lifa á ríkisspenanum mörg ár, mér þætti gaman að sjá hvernig það yrði höndlað af glóbalistunum ef hann Hallgrímur fengi svipaða hótun frá einhverjum út í bæ?

    Ég man ekki eftir því að hafa heyrt nokkurn skapaðan hlut af viti frá þessum manni, eins og máltækið segir, eftir höfðinu dansa limirnir!

Skildu eftir skilaboð