Baráttufundur trillukarla á Austurvelli í dag kl. 12

frettinInnlent1 Comment

Landsamband smábátaeigenda mun halda baráttufund í dag fyrir utan Hörpuna kl. 12. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sambandinu.

Í tilkynningunni segir:

„Laugardaginn 15. júlí nk. munu trillukarlar safnast saman til að mótmæla þeirri ótrúlegu staðreynd að strandveiðar ársins 2023 voru stöðvaðar frá og með 12. júlí. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða leysa menn út strandveiðileyfi sem gilda á til ágústloka, 48 róðrardaga, 12 daga í hverjum mánuði á tímabilinu maí - ágúst.“

Dagskrá laugardagsins:

12.00: safnast saman fyrir framan Hörpu. (Þar eru næg bílastæði í kjallara).

12.15 gengið niður á Austurvöll.

13.30 dagskrá hefst:

KK tekur nokkur vel valin lög
Kári Stefánsson heldur tölu

Kristján Torfi og trillukallakórinn spila

Mælt er með því að menn og konur klæðist sjóstökkum.

Sjáumst á laugardaginn!

One Comment on “Baráttufundur trillukarla á Austurvelli í dag kl. 12”

  1. Það er hagur þjóðarinnar að Svandís Svararsdóttir hverfi fyrir fullt og allt úr stjórnmálum Íslendinga!!

Skildu eftir skilaboð