Hin íslenska meðvirkni

frettinInnlent, Pistlar1 Comment

Eftir Kristján Hreinsson:

Ég lít yfir nokkur af skrifum mínum síðustu vikurnar og segi upphátt: „Það er alltaf gott að vera saklaus nema þegar maður er dæmdur fyrir eitthvað sem maður hefur ekki gert.“ Ég neita að taka þátt í meðvirkninni. Ég neita að láta segja mér hvernig mér er ætlað að tala. Ég neita að taka þátt í niðurrifsstarfsemi í nafni pólitískrar trúhneigðar. Ég hef verið að pæla í því hvernig örhópur í íslensku samfélagi tengir saman líffræðilegt kyn og kyn í málfræði. Síðan hefur örhópurinn sem tengist svokölluðu öðruvísi fólki farið þess á leit við almenning að dregið verði úr notkun karlkyns í íslenskunni.

Þetta þarf víst að gera vegna þess að örhópurinn vill ekki þurfa að skilgreina sig eftir hefðbundnum og eðlilegum leiðum. Sprottið hefur fram fólk sem tekur þátt í kynhreinsun tungunnar. Þar eru fréttamenn RÚV framarlega í flokki. Konur neita að vera menn. Fólk efast um að konur geti verið ráðherra og þingmaður (sem reyndar er stjórnarskrár varið starfsheiti). Sjá má að orðið „þingmaður“ er látið víkja fyrir „þingkona“ eða „þingman.“ Flest fólk á Íslandi neitar að taka eftir því sem er að gerast. Margir sitja hjá og taka virkan þátt í þögguninni. Ég er auðvitað kallaður öllum illum nöfnum, sagður leiðinlegur og heimskur vegna þess að ég leyfi mér að agnúast. Já, og svo eru til fræðimenn sem telja bráðnauðsynlegt að gera kynbreytingar íslenskunnar að veruleika í nafni mannúðar.

Meðvirkni Íslendinga byggist eflaust fyrst og fremst á fámenninu. Að vísu eru til fræðimenn sem segja einfaldlega að Íslendingar séu heimskingjar upp til hópa. Örþjóð á auðvelt með að samsama sig hverri þeirri vitleysu sem örhópum dettur í hug að flíka. Þannig virkar meðvirknin, hún hefur með tungu og alla hegðun að gera. Á Íslandi er regnbogafáninn gríðarlega fyrirferðarmikill og þar eru eflaust fleiri regnbogagötur en finna má í nokkru öðru byggðu bóli í veröldinni – ef miðað er við hina ylhýru höfðatölu. Þetta er ein mynd meðvirkninnar.

Hér er táknmyndin raungerð í verklegri framkvæmd. Þessi meðvirkni er að vísu kölluð umburðarlyndi, tillitssemi og virðing. Vitleysunni er þó stýrt af fólki sem bókstaflega segist vera öðruvísi en fólk flest. Við látum ekki einvörðungu bjóða okkur að öðruvísi fólk ákveði hvernig við tölum, heldur leyfum við öðruvísi fólki einnig að segja okkur hvernig við málum götur. Það sem meira er og skiptir auðvitað máli er sú staðreynd að þeir sem skilgreina sig öðruvísi en annað fólk neita að bera virðingu fyrir tungumálinu sem venjulega fólkið talar.

Þið getið haldið áfram að ráðast að mér, getið reynt að halda því fram að ég einn sé að misskilja og að orð mín séu hatursorðræða. En hið sanna er að ég sé í gegnum þessa aumingjalegu meðvirkni sem í dag virðist vera orðin að inngróinni plágu í íslensku samfélagi.

Höfundur er rithöfundur og skáld.

One Comment on “Hin íslenska meðvirkni”

  1. Hér er gott dæmi um meðvirkni íslenskra fjölmiðla og samfélagsins!
    https://www.visir.is/g/20232439866d/natturan-reyndist-skula-vel-eftir-fall-wow-air

    Það er ótrúlegt hvað þessi drullusokkur fær endalausa aðdáun hjá vinum sínum á DV og Vísi

    Ef þetta er satt þá vinna þeir greinilega ekki vinnuna sína?
    https://www.visir.is/g/20191826927d
    https://www.dv.is/frettir/2019/03/28/starfsfolk-kom-gratandi-ut-ur-husakynnum-wow-air-eg-setti-aleiguna-thetta-segir-skuli/

    Það væri öllu eðlilegra að þessi maður ætti heima með heimilislausum niður í bæ eða í tjaldi, enn nei að sjálfsögðu ekki því hann er einn af góða fólkinu sem má arðræna samfélagið út á skaufan á sér og útlit.

Skildu eftir skilaboð