Hallur Hallson skrifar:
Söngur Frelsis ... Sound of Freedom er kvikmynd sem var frumsýnd vestanhafs á Þjóðhátíðardag Bandaríkjanna 4. júlí. Hún hefur farið sem eldur um sinu Ameríku, skákað nýjustu mynd Disney um Indiana Jones með Harrison Ford. Söngur Frelsis fjallar um kynlífsþrælkun barna; Child-Sex-Trafficking. Meir en tvær milljónir barna eru árlega hneppt í kynlífsþrælkun sem færir níðingum 150 milljarða dollara í vasa; tuttugu þúsund milljarða króna. Aldrei í sögunni hefur viðlíka vöxtur á jafn skömmum tíma orðið í nokkrum 'viðskiptum'. Kynlífsþrælkun barna veltir árlega meiru en vopnasala; Arms-Trade. Því er spáð að veltan verði bráðlega meiri en dópsala; Drug-Trade. Söngur Frelsis byggir á sögu Tim Ballard sem leikinn er af Jim Caviezel.
Aðsókn í hæstu hæðum
Tim Ballard er fyrrum löggæslumaður Öryggistofnunar heimalandsins; Homeland Security. Hann lét af störfum sem opinber starfsmaður árið 2013 til að stofna samtök til að bjarga börnum úr kynlífsþrælkun; Operation-Underground-Railroad. Í myndinni bjargar Tim Ballard dreng úr klóm níðinga en systir hans er kynlífsþræll í myrkviðum frumskóga S-Ameríku. Drengurinn biður Ballard um að bjarga systur sinni. Ballard fer í mikla hættuför til að bjarga stúlkunni. Guðs börn eru ekki til sölu; God‘s Children are not for sale.
Greiddi kostnað nánast á fyrsta degi
Aðsókn að Söng Frelsis kom mjög á óvart en á fyrsta degi tók myndin 14.2 milljónir dollara í fyrsta sæti sem nánast dekkaði kostnað. Kvikmynd Walt Disney um Indiana Jones var í öðru sæti 11.2 milljónir dollara með 300 milljóna dollara kostnað. Fyrstu vikuna voru tekjur af Söng Frelsis 40 milljónir dollara. Handrit var skrifað 2015, tökum og gerð myndar lokið 2018. Til stóð að 20th Century Fox dreifði myndinni en Walt Disney eignaðist rétthafa og stakk myndinni ofan í skúffu. Spyrjið: Af hverju? Málið þykir vandræðalegt fyrir Disney sem ítrekað tengist barnaníði.
Sex þúsund börnum bjargað
Vinstri sinnar gagnrýna
Vinstri sinnaðir fjölmiðlar gagnrýna myndina, segja að sé úr smiðju samsærissmiða; QAnon-Adjacent. Bæði CNN og Washington Post gagnrýna Caviezel og saka um að að tengjast samsærissmiðum QAnon; Conspiracy-Theories-QAnon. Rolling Stones segir myndina fyrir feður með heilaorm; Dads- With-Brainworm. QAnon-vilhallur hugarburður, segir Guardian á Bretlandi. Ballard bjargar börnum með skítug barna-andlit; Dirty-Faced-Moppets, skrifar gagnrýnandi. Guardian sem hefur farið í felur. Hið femíniska Jezebel kallar myndina QAnon-fantasíu. Ummælin hafa verið fordæmd. BBC segir myndina átakapunkt menningar-stríðs; Culture-War-Flashpoint. Disney hefur ekki skýrt mál sitt varðandi Söng Frelsis.