Fækkun fólks hluti af baráttunni í loftslagsmálum?

frettinErlent, Stjórnmál1 Comment

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, hélt á föstudaginn ræðu í Baltimore og tilkynnti þar um „nýjar fjárfestingar í baráttunni gegn loftslagsaðgerðum.“

Harris sagði í ræðu sinni: „Þegar við fjárfestum í hreinni orku og rafknúnum farartækjum og fækkun fólks, geta fleiri börn andað að sér hreinu lofti og drukkið hreint vatn.“  

Hún er sögð hafa mismælt sig, en leiðrétti sig hvorki í ræðunni né á samfélagsmiðlum þar sem hún tilkynnti um sjálfan viðburðinum í Baltimore.

Harris átti samkvæmt handritinu frá Hvíta húsinu að segja mengun (pollution) í stað fólksfjölda (population) en virðist ekki hafa heyrt eigin mismæli, eða talið þörf á leiðréttingu. Hún uppskar mikið lófaklapp áheyrenda.

Hvíta húsið birti ræðu hennar og breytti; strikaði yfir POPULATION og setti POLLUTION í staðinn.

When we invest in clean energy and electric vehicles and reduce population [pollution], more of our children can breathe clean air and drink clean water.  (Applause.)

Hinn aldraði Biden forseti sem þekktur er orðinn fyrir mismæli reynir þó oftast að leiðrétta sig, taki hann eftir ruglingnum.

Heitar umræður spunnust um meint mismæli Harris á samfélagsmiðlum, sem sumir töldu alls ekki mismæli og aðrir töldu Freudísk. Margir bentu á að fólksfækkunin sé þegar í gangi sbr. umframdauðsföll og lækkandi fæðingartíðni, nokkuð sem Íslendingar verða nú líka vitni að. „Þau segja okkur alltaf frá plönum sínum, sérstaklega vitleysingar eins og Kamilla Harris,“ sagði einn Twitter notandi:


Hér kynnir Harris viðburðinn:

One Comment on “Fækkun fólks hluti af baráttunni í loftslagsmálum?”

  1. Það sem valdaelítan ætlar sér er augljóst: að fækka mannkyninu um muna, láta vélmenni og gervigreindar tölvur sjá um vinnuna. Sem sagt, hinn almenni borgari er óþarfur. Og verður útrýmt.

Skildu eftir skilaboð