Rússneska þingið bannar kynskiptiaðgerðir: „leiðin að úrkynjun þjóðarinnar“

frettinErlentLeave a Comment

Rússland hefur færst skrefinu nær því að banna kynskiptiaðgerðir, nokkuð sem leiðtogi rússneska þingsins hefur sagt vera „leiðina að úrkynjun þjóðarinnar“.

Föstudaginn 14. júlí samþykkti Dúman, rússneska þingið, frumvarp sem bannar fólki að breyta um kyn í opinberum skjölum. Það bannar líka fólki sem hefur gengist undir kynskiptaðgerðir að ættleiða börn og ógildir hjónabönd þar sem annar aðilinn hefur undirgengist kynskipti.

Frá Rússneska þinginu

Nýju lögin, sem hafa verið sögð „fasísk“ árás á réttindi LGBT í landinu, bíða nú samþykkis efri deildar þingsins og Pútíns forseta. Hins vegar er slíkt samþykki venjulega aðeins formsatriði.

Vyacheslav Volodin, forseti þingsins, sagði að frumvarpið myndi „vernda borgarana og börnin okkar“. Í færslu á Telegram sagði hann kynskiptiaðgerðir „vera leiðina að úrkynjun þjóðarinnar“.

Hann sagði við rússneska þingið: „Við erum eina Evrópuríkið sem er á móti öllu því sem er að gerast í Bandaríkjunum og Evrópu og við gerum allt til að bjarga fjölskyldum og hefðbundnum gildum. Og við verðum að skilja að það verður engin framtíð ef við samþykkjum ekki lögin, ef við bönnum ekki kynjaskipti.“

Heimild:

Skildu eftir skilaboð