Blóðbaðið hafið á ný

frettinInnlent4 Comments

Inga Sæland skrifar:

Haldinn var opinn fundur Atvinnuveganefndar Alþingis um málið þann 23. Júní sl.
Það sem mér þótti athyglisverðast á fundinum var hvað ráðherrann var skýr í afstöðu sinni með dýravelferð. Hún ítrekaði að dýrin héldu enga baráttufundi og að hún væri talsmaður þeirra. Hún margvísaði í lög um velferð dýra þar sem fram kemur m.a að það sé brot á lögum um dýravelferð ef dýrin eru haldin ótta og þjáningu.

Ég hef lengi barist gegn dýraníðinu blóðmerahaldi og því spurði ég Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á fundi Atvinnuveganefndar, í kjölfar þess að Svandís Svavarsdóttir ákvað að banna hvalveiðar með engum fyrirvara, hvort hún ætlaði að taka utan um velferð allra dýra eða bara sumra? Svar ráðherrans var skýrt og engin leið að misskilja „Takk, mér er ljúft að svara því, velferð allra dýra er á mínu borði“ svaraði ráðherrann.

Ég hef ítrekað mælt fyrir frumvarpi um bann við blóðmerahaldi en ráðherrann hefur í engu skipt sér af málinu nema framlengja blóðbaðið um þrjú ár og heimila þreföldun á þeim fjölda hryssna sem má misþyrma. Það er dapurt að verða vitni að því að Svandísi Svavarsdóttur standi raunverulega á sama um það ofbeldi og allar þær þjáningar sem lagt er á fylfullar villtar hryssur. Enn eitt árið skal níðast á þeim á skelfilegan hátt þar sem engum blöðum er um það að fletta að lög um dýravelferð eru brotin. MAST segir að það sé svo sem ekkert tiltökumál þótt einhverjar hryssur drepist við aðfarirnar, finnist dauðar úti í haga og hafi blætt út, ja eða að sá sem tók úr þeim blóð hafi ekki alveg kunnað til verka þannig að hryssan hafi drepist vegna þess. Hvurs lags öfugmæli og hræsni er það að segjast vera málsvari dýra og hafa lög um dýravelferð að leiðarljósi á sama tíma og þessi iðja fær að viðgangast átölulaust?

Engin þjóð í Evrópu stundar þessa viðurstyggilegu iðju nema örfáir íslenskir bændur fyrir ÍSTEKA, fyrirtækið sem framleiðir hormón úr blóði fylfullra hryssna til frekara dýraníðs þar sem sérstaklega er verið að vinna að aukinni svínakjötsframleiðslu. Þrjú lönd í heiminum ganga svona viðurstyggilega fram gegn fylfullum hryssum.  Ísland, Argentína og Úrúgvæ. Ísland undir verndarvæng matvælaráðherrans Svandísar Svavarsdóttur (VG) sem segist málsvari allra dýra, ráðherrans sem segist byggja ákvarðanir sínar á lögum um dýravelferð.

Hvar ertu nú Svandís Svavarsdóttir þegar lög um dýravelferð eru mölbrotin? Víst er að hryssurnar halda ekki mótmælafundi og þurfa því á málsvara sínum að halda sem að eigin sögn ert þú!

Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins.

4 Comments on “Blóðbaðið hafið á ný”

  1. Nei er ekki enn ein mannvitsbrekkan úr alþingishúsinu að opna á sér efri rifuna?

    Inga þú gætir svo vel verið ásamt Svandísi Svavarsdóttur talsmaður hænsna, þá værir þú að vinna meðal jafningja.

    Talandi um blóðbað, ég held að þú ættir að líta þér aðeins nær og taka ábyrgð á eigin blóðbaði þarna austur í úkraínu sem þú stiður í stað þess að ráðast á atvinnugreinar á Íslandi. Það stefnir í það að svona kjánar eins og þið tvær munu banna allt kjötát á næstu árum, alveg er ég viss um að þú sért grasæta sem öfundar þá sem éta kjöt.

  2. Það á að banna allt blóðmerahald þetta er ekki atvinnugrein frekar en rottuhlaup. Illa gefið fólk að mergsjúga marga lítra í senn úr filfullum merum á ómanneskjulegan hátt og MAST setur kíkirinn fyrir blinda augað eða hausinn upp í rassgatið eins og með flest sem kemur að velferð dýra hér á landi. Hvenær ætlar Alþingi og/eða MAST að beita sér fyrir reglum vegna lausagöngu hrossa þar sem illa gefnir landeigendur setja hvorki upp skjól né vatn veturlangt fyrir hross sem eru í lausagöngu (sett út á Guð og gadd heilu veturna) í veðrum sem vægast verða talin boðleg dýrum til útihalds og þau geta sér hvergi leitað skjóls, þessi meðfer dýra er til skammar,helvítins skepnurnar ykkar það ætti að taka allt þetta blóð úr ykkur og henda ykkur út á gaddinn, sjá hvernig ykkur líkar það MAST fólk og Alþingi íslands.

  3. Sannleikurinn,

    Er þú að stunda rottuhlaup, ja maður spyr sig?

    Þú hefur greinilega aldrei verið viðstaddur þegar er verið að taka blóð úr merum, blóð er ekki tekið úr filfullum merum.
    Þessar fullyrðingar þína um að útgangs hross hafi hvorki skjól né vatn, hefur þú einhvern tíman séð hross eða komið í sveit, það held ég ekki.

    Þú passar vel með Svandísi og Ingu í því að vera talsmaður hænsna þar ertu meðal jafningja.

  4. Í yfirlýsingu Dýraverndarsambands Íslands segir að því hafi borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur en átta hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti tíu bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum bæjum fjórar hryssur.

    Heimildin greindi frá því fyrir tveimur vikum að Matvælastofnun hefði borist tilkynningar um að átta hryssur hefðu látist síðasta sumar þegar blóð var tekið úr þeim á vegum fyrirtækisins Ísteka.
    Ástæða þess sé talin reynsluleysi erlendra dýralækna sem framkvæmdu blóðtökuna.

    Fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku

    Í yfirlýsingu á vef Dýraverndarsambands Íslands segir að sambandið fari fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum.

    „Dýraverndarsambandi Íslands (DÍS) hefur borist áreiðanlegar upplýsingar um að mun fleiri hryssur hafi drepist í tengslum við blóðtöku í fyrra. Á að minnsta kosti 10 bæjum hafi ein hryssa eða fleiri drepist í tengslum við blóðtöku og á einum af þessum 10 bæjum fjórar hryssur.“

    Þá segir að sambandinu hafi einnig borist ábending um að hryssa hafi óvart verið stungin í gegnum barka af óreyndum dýralækni í fyrrasumar. Viðkomandi dýralæknir hafi ekki brugðist við með því að að aflífa hryssuna eins og skal gera samkvæmt lögum um velferð dýra og reglugerð um blóðtöku úr fylfullum hryssum, heldur hafi hún legið í allt að tíu mínútur á meðan henni blæddi út. Um sé að ræða alvarlegt dýraníð.
    Óreyndir dýralæknar verði að störfum

    Í yfirlýsingunni segir að í sumar verði óreyndir dýralæknar að sinna blóðtökum á hryssunum sem séu flestar ekkert eða lítið tamdar. Verði mistök sé mikil hætta á að það verði hryssu að aldurtila. Um sé að ræða mjög óvenjulegar og oft erfiðar aðstæður og mikil hætta geti skapast fyrir hryssurnar séu dýralæknarnir óreyndir.

    Dýraverndarsamband Íslands hafi lagst alfarið gegn blóðtöku úr fylfullum hryssum af dýravelferðarástæðum.

    „Miðað við þær upplýsingar sem nú eru fyrir hendi fer Dýraverndarsamband Íslands fram á tafarlausa stöðvun á blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög,“ segir í lok yfirlýsingar.

Skildu eftir skilaboð