Ljósið lýsir upp myrkrið

frettinGuðrún Bergmann, LífiðLeave a Comment

Guðrún Bergmann:

LJÓSIÐ LÝSIR UPP MYRKRIÐ

Bandaríkjamaðurinn Lee Carrol hefur miðlað fræðsluaflinu Kryon í rétt um fjörutíu ár, en hér á eftir fylgir útdráttur úr leiðbeiningum frá Kryon vegna ástandsins í heiminum eins og það er í dag:

Margir spyrja hvernig þeir geti lifað af í heimi sem er myrkari en þér héldu að hann væri? Margt sem fram er að koma er bæði sláandi og ógnvænlegt, en þau viðbrögð við þeim upplýsingunum sem eru að koma upp á yfirborðið, byggjast á því að margir eru að sjá breytingar sem þeir áttu ekki von á. Því getur fylgt kvíði, sem best er að vinna á sem fyrst.

TÍMI OPINBERUNAR

Þetta er svo sannarlega tími opinberunar og afhjúpunar, hvað varðar myrkrið og LJÓSIÐ. Munið að „opinberun“ er einmitt „afhjúpun“. Þetta snýst því í raun um uppgötvun á hlutum sem þið áttuð ekki von á. Það er einnig möguleiki á að það verði opinberun einhvers sem ykkur finnst vera of ótrúlegt til að geta verið satt.

Eitt af því sem Kryon hefur fjallað um í mörg ár er VITUNDARVAKNINGIN MIKLA á Jörðinni okkar. Í ferli þessarar vitundarvakningar áður en LJÓSIÐ birtist að fullu, megum við búast við tímabili mikils myrkurs. Þetta myrkratímabil er að birtast þeim sem eru að vinna LJÓSVINNUNA sem neikvæðni, reiði, aðgreining, ótti, svik eða önnur óvænt hegðun hjá þeim sem þeir treystu.

HVAÐ GERIST ÞEGAR LJÓSIÐ VERÐUR SKÆRARA?

Hvað gerist á heimili ykkar þegar þið kveikið skyndilega á mun skærara LJÓSI en þið hafi verið með hingað til? Yfirleitt sjáið þið þá öll óhreinindin sem þið sáuð ekki áður. Það er einmitt það sem er að gerast núna og mun halda áfram að gerast í nokkurn tíma enn. Í þessu umbreytingarferli eru myrkir hlutir að opinberast ykkur, hlutir sem þið vissuð ekki áður af.

Þið kunnið að segja „Heimurinn er að verða svo skelfilega slæmur!“ Sú ályktun er byggð á mjög línulegum skilningi og þeir sem vilja „selja“ ykkur óttann eiga því auðvelt með að magna hann upp. Líkt og með óhreinindin í illa upplýstu húsi, sjáið þið óhreinindin bara betur vegna þess að LJÓSIÐ er orðið skærara. „Opinberun myrkursins“verður að verða áður en hægt er að hreinsa til. Einmitt þar erum við stödd í þessum umbreytingum.

PRAKTÍSKIR HLUTIR TIL AÐ HJÁLPA OKKUR

Orkan er öðruvísi í þessu umbreytingarferli en hún hefur áður verið, en það er ýmislegt hægt að gera til að bregðast við henni. Hér koma nokkrar uppástungur frá Kryon, en hann segir að það þurfi að vera ásetningur okkar að setja þær í framkvæmd. Mismunurinn á milli ásetnings og þess að ætla að gera eitthvað, er sá að ásetningurinn er framkvæmdur af einlægni, en það að ætla bara að gera eitthvað getur fljótlega gleymst.

Undirvitund okkar þarf á þessum aðgerðum að halda, því með því að endurtaka þær aftur og aftur, byrjum við að skilja að þær eru hið rétta fyrir okkur. Það sem Kryon ráðleggur okkur kann að virðast afar einfalt, en hann segir að það muni hjálpa okkur og skila öflugum árangri.

RÁÐ TIL AÐ TAKAST Á VIÐ KVÍÐA

Í fyrsta lagi skulið þið alla morgna þegar þið vaknið, hvort sem þið eruð ein eða með sambýlingi, hugsa eða segja upphátt um leið og fætur ykkar snerta gólfið: „Kæri Guð (mikli Andi, Æðri máttur eða hvað sem þið viljið nota), takk fyrir þennan dag. Ég er innilega elskuð/elskaður.“ Með þessum orðum byrjið þið að ramma inn það sem þið væntið af deginum. Þegar við væntum einhvers leiðir það yfirleitt til þess að væntingum okkar er mætt og dagurinn verður betri.

Í öðru lagi og það er kannski aðeins erfiðara, skulið þið gera eitthvað yfir daginn sem sýnir samúð. Þegar þið sjáið eitthvað eða einhvern sem er í erfiðum kringumstæðum, stansið þá augnablik og sendið samúðarfullar hugsanir til þess einstaklings eða kringumstæðna.

Orka felst í framkvæmd og hugsanir eru orka, þótt stundum virðist sem fæstir geri sér grein fyrir því. Í meðvitund okkar felst mælanleg orka og þið getið sent samúðarfullar hugsanir ykkar til annarra sem orku. Hið óvænta sem gerist þegar þið gerið þetta er að heilandi orka mun koma aftur til baka til ykkar. Það er nánast eins og hið efnislega lögmál vitundarinnar.

Í þriðja lagi – og þetta getur verið virkilega erfitt og er þess vegna síðast. Einhvern tímann dags þurfið þið að finna eitthvað sem fær ykkur til að hlægja. Ekki svona tilgerðarhlátri, heldur innilegum hlátri. Ef þið finnið ekki eitthvað ánægjulegt eða fyndið í kringum ykkur, þurfið þið að leita eftir því.

Hvað hefur hingað til fengið ykkur til að hlægja? Leitið það uppi. Kannski var það fyndin skopmynd, brandari, bíómynd eða sjónvarpsþáttur.  Aðalatriðið er að finna til gleði einhvern tíma dagsins á hverjum degi, jafnvel þegar þið eru langt niðri eða þunglynd. Kannski getur maki eða vinur hjálpað til með því að rifja upp gamlar minningar sem hægt er að hlægja að og þegar þið gerið það veldur sú orka í efnafræði líkamans – HEILUN.

Í KÆRLEIKA OG LJÓSI

Með því að gera þessa þrjá hluti getið þið skapað ykkur líf sem inniheldur LJÓS hvern einasta dag. Allt snýst um það núna að viðhalda því LJÓSI og það mun gerast. Þetta eru í raun einfaldir hlutir sem hvert og eitt ykkar getur gert daglega og þeir munu viðhalda LJÓSINU, innra með ykkur og samtímis færa ykkur heilun.

Með því að endurforrita undirvitund ykkar eruð þið ólíkleg til að detta til baka í gamlar hugmyndir sem ykkur voru innrættar, vegna þess að þið hafið kennt líkama ykkar stærri og mikilvægari sannleika.

Kryon elskar mannkynið og hann sendir ykkur þessar upplýsingar í KÆRLEIKA vegna þess að hann og þeir sem með honum vinna sjá LJÓSIÐ sem streymir til Jarðar. Þeir vilja að við skiljum hvað er að gerast, svo að við getum með tímanum verið þau sem fagna og viðhalda LJÓSINU.

Hægt er að panta bók Guðrúnar Bergmann LEIÐ HJARTANS sem fjallar um Vitundarvakninguna Miklu, með því að smella HÉR – Frí heimsending!

Skildu eftir skilaboð