Ofbeldi „hinna réttlátu“ endurtekur sig

frettinErlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Þegar Ralph Nader helsti baráttumaður neytenda í Bandaríkjunum skrifaði greinina "Unsafe at any speed" um bílategundina Chevrolet Corvair, hóf Chevrolet fyrirtækið ofsóknir gegn honum í stað þess að reyna að lagfæra gallaða vöru. Dreift var óhróðri og lygi um Nader. Nader fór í mál við fyrirtækið og hafði frækinn sigur.

Þegar Nigel Farage fyrrum þingmaður á Evrópuþinginu og pólitískur forustumaður hélt því fram, að bankareikningi hans hjá Coutts bankanum hefði verið lokað vegna pólitískra skoðana hans, þá sagði bankinn það rangt, reikningnum hefði verið lokað vegna ófullnægjandi innistæðu "insufficent funds". 

Breska stórblaðið DT birtir í dag frétt, sem sýnir að yfirlýsingar bankans eru lygi. Reikningi Farage var lokað vegna skoðana hans, sem sagðar eru ógeðfelldar og andstæðar skoðunum meirihlutans í þjóðfélaginu. Farage sýni útlendingahatur og sé rasisti. Skoðanir hans varðan varðandi meinta hamfarahlýnun er þó það sem réði úrslitum.

Skýrslan sýnir að næg inneign var á bankareikningi Farage.

Reikningi Farage var lokað án skýringa og bankinn reyndi að fela af hvaða ástæðum það hafði verið og laug til um ástæðuna. Í skýrslunni segir, að Farage hafi ekki haft uppi óviðukvæmileg ummæli við starfsfólk heldur sýnt góða framkomu og starfsólki kurteisi. Geta fyrirtæki krafist meira af viðskiptavinum?  Eiga viðskiptafyrirtæki að hafa leyfi til að gera upp á milli viðskiptavina eftir skoðunum þeirra? Sé það svo, þá er illa komið í frjálsu þjóðfélagi sem byggir á hugmyndafræði tjáningarfrelsisisins. 

 Getur og má Þjóðfélag sem byggir á skoðanafrelsi, tjáningarfrelsi og ekki sé gert upp á milli borgaranna vegna þjóðernis,  litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar, samþykkt að gert sé upp á milli borgaranna vegna skoðana þeirra á loftslagsmálum, innflytjendamálum eða öðrum mikilvægum þjóðfélagsmálum. 

Tjáningarfrelsið er hjóm eitt, ef þeir sem hafa minnihlutaskoðanir geta átt það á hættu að vera sviptir lífsafkomu sinni, stöðu og viðskiptum vegna skoðana sinna. 

Skildu eftir skilaboð