Kaupir Svandís niðurstöðu um Brim?

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Svandís ráðherra matvæla gerir samning við Samkeppniseftirlitið um rannsókn á útgerðinni Brim. Í verksamningi er kveðið á um að ráðuneyti Svandísar fylgist með framvindu rannsóknar og hafi heimild til að stöðva greiðslur til Samkeppniseftirlitsins ef ráðuneytið fær ekki þá niðurstöðu sem að er stefnt.

Ofanritað er endursögn á orðum Guðmundar Kristjánssonar forstjóra Brims, sbr. viðtengda frétt.

Allir og amma þeirra vita að Svandís Svavarsdóttir ráðherra Vinstri grænna stundar pólitík sem gefur sér að sjávarútvegurinn sé gerspilltur. Ef frásögn forstjóra Brims er rétt misbeitir Svandís ráðherravaldi í pólitískum tilgangi, kaupir rannsókn til að staðfesta pólitíska fordóma.

Forstjóri Samkeppniseftirlitsins þvertekur fyrir að hann stundi rannsóknir til að þjóna pólitískum markmiðum Svandísar ráðherra. Haft er eftir Páli Gunn­ari Páls­syni forstjóra Samkeppniseftirlitsins:

Rann­sókn­inni mun ljúka með skýrslu sem mun birt­ast op­in­ber­lega. Ráðherra mun fá hana á sama tíma og al­menn­ing­ur. Ráðherra hef­ur ekki, eins og Guðmund­ur virðist halda, mögu­leika á því að stöðva greiðslur ef hann er ekki sátt­ur við niður­stöður Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Ráðherra mun ein­fald­lega ekki sjá niður­stöður fyrr en at­hug­un er lokið. Það er mik­il­vægt að hafa í huga að í 8. grein sam­keppn­islaga er Sam­keppnis­eft­ir­lit­inu ætlað að skrifa skýrsl­ur af þessu tagi. Það er eng­inn póli­tísk­ur vink­ill á því.

Páll Gunnar viðurkennir að samningur sé á milli Samkeppniseftirlitsins og ráðuneytis Svandísar. Einfaldast er að leggja samninginn fram opinberlega. Þá geta óvilhallir myndað sér skoðun á því hvort hér sé á ferðinni eðlileg athugun á mikilvægri atvinnugrein eða vinstri græn pólitík klædd í málefnalegan búning stjórnsýslu.

Skildu eftir skilaboð