Helför okkar tíðar – kynlífsþrælkun barna

frettinErlent, Hallur Hallsson, PistlarLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Mansal; Human-Trafficking er meðal skelfilegustu glæpa sem þrífast í veröldinni. Um 25 milljónir; menn, konur og börn ganga kaupum og sölu víðs vegar um heiminn. Af þeim eru um 65% konur hnepptar þrældóm einkum vændi, yfir 6.2 milljónir kvenna. Börn í kynlífsþrælkun eru 5 milljónir; Child-Sex-Trafficking. Kynlífsþrælkun barna veltir 150 milljörðum dollara; 26.000 milljörðum króna. Árlega er talið að tvær milljónir barna séu hneppt í kynlífsþrælkun. Þessi glæpaiðja er stunduð í skjóli opinna landamæra keyrð áfram af glóbaliztum. Helför okkar tíðar er gegn börnum. Barn er sagt endast 2-3 ár í kynlífsþrælkun, þá er lífi þess lokið.

Villta vinstrið þaggar og skammast

Þann 4. júlí á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna var kvikmyndin Sound of Freedom; Söngur Frelsis frumsýnd. Myndin fjallar um svaðilför Tim Ballard til að bjarga börnum í frumskógum S-Ameríku.  Myndin var tilbúin 2018 en þá eignaðist Walt Disney Company réttinn og stakk myndinni undir teppi. Angel Studios eignast réttinn í mars síðastliðnum og beið ekki boðanna að koma myndinni til fólksins. Fólk streymir í bíó, tekjur 100+ milljónir dollara. Myndin er þögguð af falsmiðlum. CNN skammast út í myndina, svo og vinstra flaggskipið Guardian sem kveður börnin sem Ballard bjargar vera með skítug andlit; Dirty-Faced-Moppets. Guardian blandar pólitík inn í þjáningu barna? Flaggskip feminista, Jezebel vefsíðan kallar myndina fantasíu; QAnon-fantasíu. Flaggskip feminsta kennir sig við drottninguna Jezebel sem var uppi á 10. öld fyrir Krist í norðurríki Ísraels. Jezebel ofsótti presta Drottins Ísraels og setti Braalpresta í staðinn. Jezebel dýrkaði guðinn Baal en börnum var fórnað á altari Baal. Spyrjið: Af hverju skammast villta vinstrið út í afhjúpun kynlífsþrælskunar barna og vændisþrælkun kvenna? Nú er stríð í Úkraínu. Börn hafa verið aflífuð og líffærin seld.

Forseti í miðju stormsins

Við upplifum helför barna á 21. öld. Örlög þeirra eru þögguð líkt og nazistar þögguðu helför gyðinga. Úkraína er miðstöð stofnfrumulækninga í veröldinni. Ég hef sagt ykkur frá börnunum sem voru tekin frá mæðrum í Kharkív. Ég hef sagt ykkur frá ályktun Evrópuráðsins. Ég hef sagt ykkur frá þöggun Brussel. Joe Biden er í miðju stormsins. New York Post hefur afhjúpað bæði Laptop-from-Hell og flutning barna í þrælkun. Bandaríkin eru miðstöð kynlífsþrælkunar barna, þau koma þriggja til fimm ára með merkiband og níðingar sækja þau. Af hverju segja falsmiðlar okkar ekki frá Söng Frelsis; Sound of Freedom. Af hverju er myndin ekki í bíó? Ég ræddi kynlífsþrælkun barna á Útvarpi Sögu á þriðjudag.

Þátturinn í heild sinni:

Skildu eftir skilaboð