BBC biður Nigel Farage afsökunnar

frettinErlentLeave a Comment

Þann 4. júlí greindi BBC frá því að Nigel Farage uppfyllti ekki lengur kröfur Coutts bankans til að eiga viðskipti við bankann og reikningum hans var lokað. Síðar kom í ljós að stjórnmálaskoðanir Farage væri ástæðan fyrir lokun reikinganna. BBC vísaði í „heimildarmann“ sem var svo ekki með réttar upplýsingar.

BBC hefur beðist afsökunnar á mistökunum og segist Farage taka afsökunarbeiðninni „með glöðu geði“ en segir að spurningar um Coutts bankann standi eftir.

Farage þakkar forstjóra BBC News Deborah Turness, sem sendi honum skriflega afsökunarbeiðni, og viðskiptaritstjórinn Simon Jack, tísti einnig afsökunarbeiðni á Twitter.

„Það er ekki oft sem BBC biðst afsökunar og fyrir það er ég mjög þakklátur," sagði Farage.

Farage sagði í morgunþætti BBC Radio 4 að hann hefði þurft að birta mikið efni til að hreinsa sig af röngum upplýsingar í kjölfar fréttarinnar 4. júlí.

„Ég þurfti að ganga mjög langt og varð fyrir miklu persónulegu tjóni fyrir að vinda ofan af lyginni,“ sagði Farage.

Sökin er ekki hjá BBC. Ábyrgðin er öll hjá Natwest Banking Group [eigenda Coutts].

„Einhver í þeim hópi ákvað að það væri viðeigandi, löglegt og siðferðilegt að leka upplýsingum um persónulega fjárhagsstöðu mína." Það held ég að sé rangt á öllum stigum - og sviðsljósið ætti að beinast að því og það mun gera það."

Simon Jack segir að hann hafi fengið upplýsingarnar „frá traustum og háttsettum heimildarmanni“.

"Hins vegar reyndust upplýsingarnar vera ófullnægjandi og ónákvæmar. Þess vegna vil ég biðja herra Farage afsökunar," skrifar Jack í tístinu.

Farage sagði síðar: "Jack segir í tístinu að upplýsingar hans hafi komið frá traustum og háttsettum heimildarmanni. Ég myndi halda því fram að það gæti vel hafa verið mjög háttsettur heimildarmaður."

Þann 21. júlí uppfærði BBC upprunalega grein sína þar sem segir hún hafi „ekki verið nákvæm“. Sendu þau svo Farage formlega afsökunarbeiðni frá BBC í framhaldi.

Meira um málið má lesa á BBC

Skildu eftir skilaboð