Eldur Ísidór skrifar:
Í fyrravetur komst upp um hluta af máli Þórhildar Söru, fyrrverandi formanns félagsráðs Samtakanna '78
Samtökin 22 - Hagsmunasamtök Samkynhneigðra lýstu þá furðu sinni yfir því að Samtökin '78 virðast ekki eiga skilvirka verkferla til þess að skoða bakgrunn fólks og gera öryggisráðstafanir ÁÐUR en fólk er sett í ábyrgðarstöðu.
Vafasöm nethegðun Þórhildar Söru var löngu hafin áður en Þórhildur varð formaður félagaráðsins, og það hefði ekki þurft mikinn tíma né orku til þess að skoða t.d. umferð á samfélagsmiðlum.
Samtökin '78 hafa á síðustu árum sökkt sér æ meir í barna-og ungmennastarf. Nú er til að mynda yfirgnæfandi meirihluti starfs þess svokölluð hinsegin fræðsla í skólum, fyrirtækjum og stofnunum auk stuðningshópa fyrir börn undir lögaldri sem skilgreina sig trans.
Þetta mál gefur því tilefni til þess að efast um verkferla og öryggisráðstafanir, í þágu velferð barna, hjá Samtökunum '78 er kemur að ráðningum og skipunum í trúnaðarstöður.
Við væntum þess að yfirvöld bregðist við á viðeigandi hátt, með velferð barna og ungmenna að leiðarljósi.
Höfundur er talsmaður Samtakanna 22.
4 Comments on “Fréttatilkynning frá Samtökunum 22: mál Þórhildar Söru og Samtakanna ’78”
Tími tíl komin að gera eitthvað í þessu rugli sem samtōk 78 eru valda í íslensku samfélagi . Það er ótrúlegt að 1 prósent minnihluti nái stjórn á menntunarmálum í grunnskóla og leyfa sér að fara fram á breytingu á íslensku máli .
Svo má einnig gera rannsókn á hæfi bæjaryfirvalda / ríkisvalds , sem styrkja og styðja þennan minnihluta.
Afsakið villiu þegar ég sagði 1 prósent , þá vildi ég segja innan við 1 prósent samfélagsins sem veldur .
Skoðið félagatalið
Vil benda á að samtökin 22 eru gífurlega fámenn samtök. Sé ekki ástæðu til að gefa höfundi vettvang, einungis til að koma óorði á samtökin 78 sem eru með hundraðfalt fleiri fylgjendur.
Jón salka pálsdóttir það er nóg að lesa nafnið þit til að vita að það er ekki mark takandi á þér samtökin 78 eru kominn yfir öll eðlileg mörk