Gölluð vara í boði ríkisstjórnar og olíufélaga

frettinInnlent, Jón Magnússon, Pistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Allir söluaðilar bensíns tilkynntu, að þeir hygðust hefja sölu á gölluðu bensíni. Bensínið er blandað etanoli, orkan er minni og veldur skemmdum á vélum bíla. Gölluðu vörunni á að troða upp á neytendur hvort sem þeim líkar betur eða verr. 

Á sama tíma og olíufélögin hefja sölu á gallaða bensíninu er venjulegt bensín tekið af markaðnum og er ekki í boði lengur. Neytandinn fær ekki sjálfur að velja. 

Einokunarkaupmennirnir á 18.öld voru frægir fyrir að selja maðkað mjöl. Nú hafa olíufélögin ákveðið að feta í fótspor þeirra. 

Af hverju fá neytendur ekki sjálfir að ráða hvort þeir vilja venjulegt bensín eða þetta lélega? Af hverju eru olíufélögin og ríkisstjórnin að svindla á neytendu og koma í veg fyrir valfrelsi þeirra með þvingaðri neyslustýringu.

Er einhver furða þó mörgu Sjálfstæðisfólki þyki lítið leggjast fyrir forustu flokksins í ríkisstjórn þegar frelsinu og almennum markaðslögmálum er vikið ítrekað til hliðar og víðtæk neyslustýring er tekin upp?

One Comment on “Gölluð vara í boði ríkisstjórnar og olíufélaga”

  1. Hef hvergi seð það. Hvar og hver segir þetta? Væri gott með link a þetta

Skildu eftir skilaboð