Stórmyndin Sound of Freedom frumsýnd á mánudaginn í Sambíóunum

frettinInnlent, KvikmyndirLeave a Comment

Stórmyndin Sound of Freedom verður frumsýnd í sýningarhúsum hér á landi í næstu viku. Forsýning á myndina verður haldin mánudaginn 14. ágúst kl.19:40 í Sambíóunum Egilshöll,og fer myndin svo í almennar sýningar þann 18. ágúst, hægt er að kaupa miða á forsýninguna hér.

Í síðasta mánuði sagði Fréttin frá myndinni Sound of Freedom sem var frumsýnd 4. júlí í Bandaríkjunum. Þar er sögð saga af björgun systkina úr kynlífsþrælkun í Kólumbíu og er hún byggð á heimildum um Tim Ballard, fyrrverandi leyniþjónustumann er stofnaði samtökin Operation Underground Railroad til að bjarga börnum úr þrælkun. Árið 2015 var ákveðið að gera kvikmynd um líf og störf Tim Ballard og var hún tilbúin 2018. Netflix og Amazon höfðu ekki áhuga á að gefa myndina út og Disney sat á dreifingarréttinum í mörg ár en loks tókst framleiðenda myndarinnar að endurheimta dreifingarréttinn. Á opnunardegi halaði myndin inn nóg til að greiða framleiðslukostnaðinn (meira en nýja Indiana Jones myndin frá Disney) og fær hún glimrandi dóma, jafnvel hjá gagnrýnendum.

Eftirfarandi tilkynning kom frá Sambíóunum: Sökum þess að Sound of Freedom er svo nýtilkomin til landsins hefur ekki verið unnt að fullþýða myndina. Myndin er sýnd með íslenskri textaþýðingu en þegar spænska er töluð í myndinni er þýðing með enskum texta á þessari forsýningu.

Skildu eftir skilaboð