Yfirvöld í Líbanon hafa ákveðið að banna „Barbie“ myndina í kvikmyndahúsum og segja hana stuðla að „kynferðislegum öfuguggahætti“ og brjóta gegn gildum þjóðarinnar.
Menntamálaráðherrann Mohammad Mortada bannaði myndina í kvikmyndahúsum eftir að hafa frestað útgáfudegi hennar fram í lok ágúst og segir hana stangast á við „siðferðileg og trúarleg gildi sem og meginreglur Líbanons,“ ríkisreknir fjölmiðlar greindu frá á miðvikudag.
Ráðherrann segir að myndin stuðli að „kynferðislegum frávikum“ og samkynhneigð. „Kynferðislegt frávik“ er hugtak sem almennt er notað í Miðausturlöndum sem vísa til samkynhneigðra.
Bannið kemur í kjölfar aukinnar orðræðu gegn LGBTQ á meðal einhverra stjórnmála og embættismanna í Líbanon sem og víðar í Miðausturlöndum.
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-hreyfingar sjíta íslams í Líbanon, hóf herferð gegn samkynhneigðum í lok júlí á ræðu í tilefni Ashura, sem er til minningar um morðið á Hussain bin Ali, barnabarni spámannsins Mohammeds, á 7. öld.
Nasrallah vísaði til LGBTQ sem „kynferðislegs öfuguggaháttar“ og segir tilvist þeirra sé ógn við Líbanönsk gildi og menningu.
LGBTQ fólk hefur greint frá áreitni á netinu og líflátshótunum í kjölfar ræðunnar, segir Human Rights Watch í yfirlýsingu.
Líbanon var eitt sinn talið eitt af félagslega frjálslyndustu löndum Miðausturlanda, en stjórnvöld hinsvegar ákveðið að taka hart á LGBTQ-viðburðum.
Kúveit ákvað einnig að banna „Barbie“ myndina og fullyrti að hún bæri „hugmyndir sem hvetja til óviðunandi hegðunar og skilaboð sem skekkja ríkjandi gildi samfélagsins,“ samkvæmt ríkisreknu KUNA fréttastofunni.
Andstæðingar LGBTQ hafa einnig verið að aukast í Írak, ríkisfjölmiðlaeftirlitið gaf á þriðjudag út fjölmiðlabann á orðunum „samkynhneigð“ og „kynvitund“ og krafðist þess að það yrði skipt út fyrir „kynferðisleg frávik“. Ritskoðunin er í gildi fyrir alla fjölmiðla, síma- og netfyrirtæki.
Þá hafa regnbogafánar hafa verið brenndir í nýlegum mótmælum hópa sjíta-múslima í Írak gegn Kóraninum í Danmörku og Svíþjóð.
„Barbie“ fór fram úr væntingum miðasölunnar og náði 1 milljarði dollara í tekjur í miðasölu þremur vikum frá útgáfu hennar.
Myndin var einnig bönnuð í Víetnam í byrjun júlí vegna korts sem sýnir tilkall Kína til Suður-Kínahafs.
CNN greinir frá.