Haukur Hauksson: viðskiptaþvinganir haft þveröfug áhrif

frettinErlent, Innlent, Úkraínustríðið12 Comments

Haukur Hauksson, fréttaritari í Moskvu, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir þær viðskiptaþvinganir sem Ísland hefur tekið fullan þátt í gegn Rússum hafa misheppnast gjörsamlega.

Efnahagur Rússlands blómstri sem aldrei fyrr þar sem viðskiptum þeirra hafi í auknum mæli verið beint til annarra voldugra ríkja eins og Kína, Indlands, Suður Afríku og Brasilíu. Hann spáir því að Rússlandi muni takast ætlunarverk sitt í Úkraínu og að Ísland hafi þar með eignast voldugan óvin til framtíðar á alþjóðasviðinu.

Haukur segir að þegar menn séu að tala um frjálsan efnahag og frjálst viðskipti, þá sé það stóri kallinn í Washington sé að refsa litla manninum sem ætlar að hafa viðskipti við rússa.

Haukur segir að Evrópusambandið sé ekki litið á sem valdamiðstöð í heiminum, og segir að Bandaríkjamenn viðurkenni einungis þrjár valdamiðstöðvar, það séu Washington, Moskva og Peking. Brussel sé ekki tekin með sem valdamiðstöð í stóra samhenginu.

Haukur segir að rússar séu núna hægt og rólega að að taka Úkraínu yfir og leiki sér að því eins og kötturinn að músinni, og máttur vesturveldanna sé lítill í stóra samhenginu.

Haukur segir að ef Trump nái kjöri aftur þá muni staðan breytast og samið verði um leið við rússa. Þá segir Haukur að það sé miður hvernig Ísland tók á þessum málum, því við vorum í kjörstöðu til að vera brúin á milli og hefðum geta stuðlað að og talað fyrir friðarsamkomulagi á milli landanna.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér og klippu úr þættinum má sjá hér neðar:

12 Comments on “Haukur Hauksson: viðskiptaþvinganir haft þveröfug áhrif”

 1. Haukur Hauksson þekkir þessa hluti nokkuð vel og virðist segja sannleikann eins og hann er.
  Mér finnst það merkilegt að fyrrverandi vinnustaður hans hefur aldrei talað við hann um stríðið þarna austurfrá sem segir allt um trúveruleika RUV í þessum málum.

  Maður getur nú ekki annað enn hlegið að bullinu í utanríkisráðherra pokarottunni sem verður vonandi komin í sína holu fljótlega þar sem engin heilbrigður einstaklingur mun sakna hennar

 2. Kaldhæðnislegt að ofur vókverjarnir á RÚV skuli mæra hreinræktaða nasistana Í Úkraínu á nær hverjum degi.

 3. Pési, ástæðan er sú að meðan pólitíkin plantar sér í útvarpsráðið verður árangurinn eftir því, þetta kallast fasista spilling sem endurspeglast af öllu sem ráðamenn Íslands hafa uppá að bjóða, enn áttarðu þig núna á því að það er búin að vera mikil þögn á skítadreifara miðlunum vegna þess að BNA, NATO, ESB nasista-fasista mafían er sem betur fer að tapa þessu stríði sem þeir hófu sjálfir fyrir mörgum árum síðan.

  Hvar skildi nú forritaður Björn Bjarnason fasista-áróðurshundur Íslands segja núna?
  það hlýtur að koma einhver misgáfaður pistill hér fljótlega frá honum, ég bíð spenntur!

 4. Flott Haukur!
  Adrir vitibornir menn sem jeg hef fylgst med, eru å sama måli!
  Vardandi msm. Thå eru nefndir amerikurikis hægt og ørugglega ad fact tjekka hina opinberu fact fuskara! Og their hundar verda dæmdir fyrir brot gegn mannrjettindum❤️

 5. Ég held að Haukur geti ekki annað en halda framm þessum skoðunum.Það er um lífið að tefla maðurinn bý í Rúzzlandi.

 6. Ég held samt að þeir mundu bara henda honum út um kjallaragluggan.

 7. Júlíus, Haukur Hauksson hefur kjark að segja sannleikann sem skortir hjá fyrrverandi vinnustaði hans RUV, honum stafar engin hætta af rússum, eina hættan sem steðjar að Hauki er dauðalisti nasistana í Úkraínu þeir þola illa að fólk segi sannleikann um þá.

  Svona til að fríska upp á þekkingu þína á þessu stríði!
  https://www.youtube.com/watch?v=r1t2HwhjR1M

 8. Þeir nota ekki sama kerfið og BNA, prenta endalaust peninga að stela gulli og olíu frá öðrum löndum.

 9. Það er nú í rauninni sorgleg staðreind að Donald Trump virðist vera eina von BNA út úr þessari vitleysu,Biden og hyskið sem fylgir honum er það ekki.

Skildu eftir skilaboð