Elon Musk fjarlægir lokunarmöguleika á X

frettinErlent, SamfélagsmiðlarLeave a Comment

Notendur X (áður Twitter) munu ekki lengur geta hindrað fólk í að sjá færslur eða skilja eftir athugasemdir, segir Elon Musk.

Eigandi samfélagsmiðilsins segir að möguleikinn á að blokka „meiki engan sens“ - og bætti við að það væri aðeins hægt að loka á þann möguleika að senda bein skilaboð.

Notendur munu því nú aðeins geta „slökkt“ á einstaklingum, án þess að hætta að fylgjast með þeim eða loka á þá.

Færslur notandans verða áfram sýnilegar á „slökktum“ reikningi.

Stofnandi Twitter, Jack Dorsey, lagði til að fjarlægja möguleikann á að blokka, og svaraði Musk: "100%. aðeins þaggað."

X hjálparmiðstöðin segir að blokkaðir reikningar gátu áður ekki fylgst með þér eða fundið tístin þín í leitinni eða sent einskaskilaboð, nú verður breyting þar á og vilja menn meina að breytingin sé liður í stefnu Musk við að heiðra tjáningafrelsið.

Musk hefur einnig verið iðinn við að opna reikninga sem fyrri eigendur höfðu lokað á (blokkað).

Skildu eftir skilaboð