Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann segir valdaframsal það sem átt hefur sér stað í tengslum við loftslagsmál, málfrelsi og til dæmis Covid-19 málaflokkinn oft á tíðum ekki hafa verið í samræmi við stjórnarskrá og veltir fyrir sér hvort í einhverjum tilfellum hafi mátt túlka slíkt sem landráð.
Hann segir alvarlegt ef flokkur hans ætli ekki að standa betri vörð um lýðræði, sjálfstæði, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar en raun ber vitni.
Arnar segir mikla eftirspurn eftir rödd sem talar fyrir þessum málum og útilokar ekki að stofna þurfi sérstakan flokk til þess.
Á móti því að þjóðir séu sviptar valdi
Arnar segist styðja alþjóðlegt samstarf, en hann sé á móti því að á alþjóðlegum vettvangi sé þjóðum skipað fyrir, og þjóðir séu sviptar valdi, og að lög seu samin einhverstaðar inní einhverjum skrifstofum, inni hjá alþjóðlegum stofnunum sem eru mögulega fjármagnaðar af fólki sem hefur keypt sig til valda.
Arnar hvetur fólk til að kynna sér hvernig t.d. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin(WHO) hefur verið fjármögnuð í seinni tíð. Ríkustu einstaklingar í heimi eru að kaupa sig þar til áhrifa með því að styrkja stofnunina.
„Með slíku ofríkis fyrirkomulagi geta stjórnvöld svipt einstaklinga frelsi sínu, sett í stofufangelsi og svipt möguleikanum á því að gagnrýna, þvingað fólk i lyfjagjafir og jafnvel gegn vilja þeirra.“
Stjórnarfar í átt að kínverskri fyrirmynd
„Með því að ofurselja okkur slíku fjarlægu valdi, þá eru við að breyta stjórnarfari okkar í átt að því sem mætti kallast kínversk fyrirmynd, eða sovésk fyrirmynd,“ segir Arnar Þór.
„Allir þeir sem að borgar hér skatta og skyldur, hljóta að gera það í þeirri trú að embættismennirnir og ríkisstarfsmennirnir, raunverulega vinni þá vinnu sem þeim er ætlað að gera,“ segir Arnar.
Arnar segir að ef að embættismenn ætli sér að starfa á þann hátt, að þeir einungis hlýði og hermi eftir erlendum ríkjum úti í heimi og hafi ekkert sjálfstætt vald eða ákvörðunartöku, þá geti Ísland alveg eins lokað þessum stofnunum, og sparað okkur þessa milljarða sem fara í að reka þær.
Þáttinn í heild sinni má sjá hér.
3 Comments on “Gæti verið þrautalending að stofna nýjan flokk”
Gamla spursmálið . Kanski værum við betur sett sem Danskir þegnar.Það væri allavegana bið að drepa alla minka.
Hann ætti að fara í miðflokkinn, myndi kjósa hann og Sigmund
Sammála þér Sævar, hann ætti að ganga í Miðflokkin…… Og fá Flokk fólksins líka þar inn og þá væri komin öflugur flokkur sem virkilega væri kjósandi,,það er nefnilega of mikið af smá kóngum og smádrottningum sem öll vilja verða öflug en komast ekkert áfram vegna þess að þaug virðast ekki skilja eða vilja ekki skilja að það að sameinast í einn stóran flokk skilar mestu og öflugum flokk sem vert er að skoða……………………………………………………………………………………..Þetta skilja Sjallarnir og það sjést sá flokkur er stærstur….