Páll Vilhjálmsson skrifar:
Óopinbert samfélag imba þrífst hér á landi með RÚV sem bakhjarl. Reglulega er efnt til samkeppni um heimskulegustu röksemdina fyrir álitamáli. RÚV birtir rök fáránleikans án athugasemda.
Katrín Oddsdóttir er fremst meðal jafningja í yfirstandandi samkeppni um vitgrennstu rökin fyrir hvalveiðibanni. RÚV birti eftirfarandi djúphugsun Katrínar.
Og nú þurfa flokkar, og ég nefni sérstaklega Sjálfstæðisflokkinn, að líta í spegil og spyrja sig sjálfa, er atvinnufrelsi Kristjáns Loftssonar sem veiðir langreyður með taprekstri, sé mikilvægara en atvinnufrelsi alls þess fólks sem vinnur í kvikmyndabransanum á íslandi?
Samkeppnin í imbasamfélaginu er hörð og furðufréttastreymi RÚV tekur endalaust við. Katrín mun hafa aðra rökhendu á hraðbergi tryggi sú fyrri ekki gullið.
Ég mun ekki nýta kosningarétt minn á meðan hvalur er veiddur á Íslandsmiðum. Ætla stjórnvöld að láta Kristján Loftsson hafa af mér kosningaréttinn?
Katrín er þegar búin að skrifa fyrirsögnina á væntanlega RÚV-frétt: Kristján ógnar mannréttindum Katrínar.
2 Comments on “RÚV í þjónustu imba”
Þarf einhver virkilega að svara þessu? Hún er á einhverju Woke stefnu … en er virkilega að stimpla sig út í horn… sem er réttnæm staða fyrir hana.. gone .. gone … lost!
Allir stóru íslensku miðlarnir hljóma eins, þeir segja nánast það sama og eru að vinna að því sama.
100% skítadreifarar!