þjóðarpúls Gallup: Miðflokkurinn orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn

frettinInnlent, Stjórnmál6 Comments

Samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup er Miðflokkurinn orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn. Miðflokkurinn mælist nú með 8,7% fylgi á meðan fylgi Framsóknar minnkar dag frá degi, líkt og á við um alla þrjá flokkana sem skipa núverandi ríkisstjórn og mælist hann nú með 8,2.%.

Þá bætir Flokkur fólksins einnig við sig fylgi frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 6.3%.

Aðrir flokkar standa fremur í stað frá síðustu könnun.

Samfylkingin mælist enn stærst með 28,5% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21%, Píratar ríflega 10% og Viðreisn með rúm 7% fylgi, samkvæmt könnuninni.

Fylgi Vinstri Grænna minnkar jafnt og þétt og styttist í að flokkurinn detti út af þingi, er hann nú komin niður í 5,9%.

Sósíalistaflokkurinn kæmist ekki inn á þing, samkvæmt könnuninni.

6 Comments on “þjóðarpúls Gallup: Miðflokkurinn orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn”

  1. Öll min fjölskylda mun kjósa Miðflokkin í næstu kosningum… Það þarf að koma þessu geðveika liði frá völdum sem fyrst.. Og þá meina ég allan fjórflokkinn sem leggur sig.. Amen

  2. Það ætti að vera búið að leggja þetta bölvaða flokkakerfi niður fyrir löngu síðan, þetta kerfi elur á sundrungu og spillingu
    Ég sé aðeins örfáa aðila sem eru nothæfir af öllu þessu rusli sem situr á alþingi íslendinga, það er sorgleg staðreind!

  3. Glæsilegt…………Miðflokkurinn mælist nú með 8,7% og Flokkur fólksins mælist nú 6.3%…..Best væri ef að þessir flokkar sameinuðust í 1 voldugan flokk sem gæti látið til sín taka í stjórnmálum,,það er altof mikið af smákóngum og smádrottningum sem vilja komast til valda,,þið þurfið að sameinast til að ná öflugum flokk..

  4. Sigmundur Davíð er líka eini stjórnmálamaðurinn í augnablikinu með einhverjar pólitískar hugsjónir sem geta gagnast íslendingum. Miðflokkurinn er svo sem ekki æðislegur, en er það besta í boði af aðeins vondum valkostum eins og staðan er núna.

  5. Bjarki, það er nú margt til í því að hann Sigmundur hefur hugsjónir það er ekki hægt að taka það frá honum að það er margt gott í kallinum. Það er sennilega það sem varð honum að falli á sínum tíma þegar eginhagsmunaliðið ákvað að drepa pólitískan feril hans með alla skítafjölmiplana sér við hlið!

  6. Þuríður, hann Sigmundur er það klár að hann er aldrei að fara í samband með grenjandi Ingu Sæhland!

Skildu eftir skilaboð