Inn á facebook síðunni fimbulvetur, greinir Torfi Stefánsson frá því að veðrið í ágúst hefur verið kaflaskipt á landinu. Frekar hlýtt syðra en kalt fyrir norðan og austan.
Lægsti meðalhiti í ágúst á öldinni í Reykjavík var 2013 eða 10,1 stig. Næstlægstur 2022 og 2002 eða 10,2 stig. 2018 var hann 10,4 stig og 10,5 stig árið 2005. Hæstur var hann 12,8 stig árið 2003, 12,7 stig 2021, 12,6 stig 2004 og stefnir í 12,3 stig nú, 2023. Sjá nánar hér.
September byrjaði með látum og virðist haustið ætla að halda innreið sína snemma þetta árið. Svíar tala um haust þegar meðalhitinn nær ekki 10 gráðum og spáð er að hann nái því ekki á höfuðborgarsvæðinu næstu dagana. Meira að segja er verið að spá hita við frostmark eftir aðra helgi (YR) og slyddu á þriðjudag!
Þetta er ekkert nýtt með september og því stórfurðulegt að Veðurstofan með Trausta í fararbroddi tali um þann mánuð sem sumarmánuð.
Segja má að síðan 2010 hafi september yfirleitt verið kaldari en áratuginn áður. Hitinn hefur ekki komist yfir 10 stigin síðan þá og aðeins einu sinni áður á öldinni (2006).
Meðalhitinn í september síðustu 30 árin er 8,5 stig en 8,3 stig á síðustu 10 árum. Það er sem sé enn eitt dæmið um að það fer kólnandi hér á landi en ekki hlýnandi.
One Comment on “Mælingar sýna að hitastig fer lækkandi hér á landi”
Bravó Torfi Stefánsson. Eigum við að ætla að eitthvað um 5% af Íslendingum hafi einhverja almennilega greind? Allavega benda viðbrögð landans við Wuflu Covid-19 veirunni til þess. Við þurfum ekki einu sinni að minnast á loftlagsmálin og skoðanir Íslendinga málinu til að halda kenningunni um ætlaðann greindarskort 95% um landsmanna.