Veruleikafirring forstjórans

frettinInnlent, Jón MagnússonLeave a Comment

Jón Magnússon skrifar:

Það er með miklum ólíkindum, að verða vitni að því, að forstjóri Haga skuli tala með þeim hætti, að hann átti sig hvorki á verði eða verðmyndun. Það kann ekki góðri lukku að stýra fyrir íslenska neytendur þegar slíkur maður heldur um stjórnvölin hjá stærstu viðskiptakeðju landsins. 

Staðreyndin er einfaldlega sú, að matarkarfan á Íslandi er iðulega dýrust og aðeins Noregur og Sviss eru á svipuðu róli. 

Það er ekki von til þess, að vel gangi að eiga við verðbólgu í landinu, þegar talsmaður stærstu verslunarkeðjunnar í landinu fer með öfugmæli um að ódýrara sé að kaupa í matinn á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu, þrátt fyrir að það sé dýrara og notar til þess reikniskúnstir, sem Sólon Íslandus hefði talið sig fullsæmdan af þegar hann reiknað barn í konu og úr henni aftur. 

Nær hefði verið að forstjóri Haga hefði gert neytendum grein fyrir því hvernig á því stendur, að erlendar pakkavörur hafa margar hækkað gríðalega að undanförnu þrátt fyrir sterkara gengi íslensku krónunnar. Hvernig er hægt að réttlæta það?

Er e.t.v. verið að fara í þennan talnaleik til að draga athyglina frá þeirri staðreynd, að verðhækkanir að undanförnu hafa verið meiri en eðlilegt er og við það er ekki hægt að una.

Skildu eftir skilaboð