Klámvæðing fyrir krakkana okkar

frettinInnlent1 Comment

Kristján Hreinsson rithöfundur og skáld skrifaði færslu í dag sem hefur vakið töluverða athygli. Kristján veltir fyrir sér hvort Íslensk þjóð sé sátt við að 1% landsmanna stjórni talsmáta fólksins í landinu.

„Nú sé svo komið að Reykjavíkurborg standi fyrir klámherferð í grunnskólum, og það sé engu líkara en fulltrúar fólksins séu í gíslingu hjá þeim sem klámvæðingunni stjórna,“ skrifar Kristján.

Hér má lesa pistilinn í heild sinni:

„Eflaust er ósköp þægilegt að sitja á hliðarlínunni og bíða á meðan Reykjavíkurborg ríður á vaðið og teymir grunnskóla landsins á asnaeyrunum inn í viðbjóðslega klámvæðingu. Reyndar hafa samtök hinsegin fólks séð um að pakka kláminu inn í umbúðir sem sagðar eru vera í takt við einhverja ótilgreinda menntastefnu. Skákað er í skjóli aumingjavæðingar og þá er allt leyfilegt. Þeir sem eru hinsegin eiga svo bágt að þeir þurfa að hafa sérréttindi. Í klámvæðingu grunnskólanna er börnum kennt allt um sjálfsfróun. Auðvitað þarf almenningur að runka sér og vart er hægt að hugsa sér betri kennara en fólk sem er frægt fyrir kynferðislega sérstöðu. Allavega er um að ræða hóp kynlífsfræðara sem aldrei verða þreyttir á að auglýsa kynlega sérstöðu sína.

Íslensk þjóð virðist sátt við að 1% landsmanna stjórni talsmáta fólksins á landinu

Fjölmörg dæmi sanna að lyddurnar ætla að leyfa lofsungnu hinsegin fólki að sletta inn í tungumálið ýmis konar ófögnuði. Það er víst svo notalegt að sitja á kantinum og halda kjafti. Best að rugga engum bát og best að vera ekki að blanda sér í umræðu. Maður gæti stuðað einhvern. Maður gæti sjálfsagt móðgað einhvern. Svo gæti maður eflaust móðgast ef enginn verður móðgaður. Aumingjavæðingin klikkar ekki. Inngróið hundseðlið lætur ekki að sér hæða. Við erum svo óendanlega gott fólk, að við gerum minnihlutahópum hátt undir höfði. Sumir hópar hafa náð að koma sér á þannig stall að við hin fáum hálsríg við það eitt að reyna að líta upp til þeirra. Hinsegin fólk heimtar ofurjafnræði og fær sínu framgengt í nafni vorkunnar og hreinnar aumingjavæðingar. Hræsnin er enn og aftur svo augljós að við sjáum ekki fjöldann vegna þess að einstaklingarnir eru alltaf að flækjast fyrir.

Í krafti sýndarumburðarlyndis, sérréttinda og vorkunnar er nú svo komið að Reykjavíkurborg stendur fyrir klámherferð í grunnskólum

Foreldrar taka síst til máls, vegna þess að það er hættulegt að tala. Maður gæti móðgað einhvern. Svo er hugsanlegt að maður segi eitthvað sem skapað getur óvinsældir. Kannski hugsar sumt fólk og kannski trúir fólk því að rétt sé að kynsegin fólk og hinsegin hópar kenni börnum allt um blæti og það sem eitt sinn var kallaður öfuguggaháttur. Kannski eru til einstaklingar þarna úti sem hafa hugsað málið og komist að því að best sé að kenna börnum allt um kvalalosta, undirlægjuhátt og ekki síst um fólk sem nýtur þess að yfir það sé pissað. Jú, það er best að leyfa þessu að fara alla leið. Kynfræðslan verður jú að ná inn í svörtustu skúmaskot – að örðum kosti er þetta lítils virði. Ef við kennum börnum að BDSM sé kynhneigð fremur en áhugamál fullorðinna, sjálfráða einstaklinga þá erum við að fara með rangt mál. Þegar BDSM er orðið hluti af námsáætlun grunnskólabarna þá er spurning hvað gerist næst.

Þegar því er logið að okkur að samþykktur kvalalosti, pyntingar, ýktir og grófir kynlífsleikir í bland við hreina og klára klámvæðingu sé hluti af menntastefnu þá er rétt að staldra við og spyrja sig að því hvort sýndarmennskan sé ekki komin langt út fyrir mörk velsæmis. Umburðarlyndi sem orðið er að sjálfshræsni getur ekki gert neinum manni gott. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að láta bjóða sér og lydduháttur stjórnsýslunnar gefur manni einungis mynd af fábjánum sem ráfa um í sýndarveruleika á meðan blákaldur raunveruleikinn er gerður ósýnilegur

Hreðjatak hinsegin fólks er slíkt að kjörnir fulltrúar beygja sig án umhugsunar

Það er engu líkara en fulltrúar fólksins séu í gíslingu hjá þeim sem klámvæðingunni stjórna. Menn taka hiklaust þátt í því sem í raun og veru er ekkert annað en glæpsamlegt. Hinn þögli meirihluti áttar sig þó akki á glæpnum, vegna þess að hann er of augljós. Að ljúga því að börnum að ýmiskonar blæti flokkist sem eðlileg kynhegðun, er náttúrulega ekkert annað en glæpur. Frjálsræðið er orðið að hryllilegu helsi. Og nú er bara hægt að spyrja sig að því hvort ekki sé kominn tími til að láta rannsaka stjórnsýsluna og það hreðjatak sem hún þarf að búa við. Eða er kannski kominn tími til að ákæra yfirvöld fyrir klámvæðingu í nafni umburðarlyndis?

Kannski er rétt að fara alla leið – láta frelsið ráða förinni fullkomlega. Kannski er rétt að kenna börnum hvernig þau geta sjálfviljug orðið að söluvöru í perraveröld. Klámvæðingin þarf jú að sinna fjölbreytileikanum, öllum kynjunum og allri kynhneigð sem nöfnum tjáir að nefna. Kannski þarf frjálsræðið að fara alla leið áður en þinn þögli meirihluti sér ástæðu til að gapa af undrun.

Kannski er bara best að sitja á hliðarlínu hræsninnar og halda kjafti. Maður gæti móðgað einhvern eða jafnvel skapað sér illt umtal. Kannski er hópsjálfsfróun í grunnskóla akkúrat besta lausnin í tilfinningaskyldunni á markaðstorgi hégómans.“

Skildu eftir skilaboð