Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að selja hlut sinn í Bláa Lóninu

frettinInnlent1 Comment

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að selja hlut sinn í Bláa Lóninu ehf. sem hefur fram að þessu verið kölluð gullgæs bæjarsjóðs. Salan kemur mörgum á óvart því samkvæmt ársreikning 2022 skilaði bærinn tekjuafgang að sögn bæjarstjórnar.  Menn spyrja sig því hvers vegna sé verið að selja hlut í fyrirtæki eins og Bláa Lóninu, sem skilar af sér góðum arði og verður verðmætara með tímanum. Fundargerð bæjarráðs Reykjanesbæjar, sjöunda mál má lesa hér.

Samkvæmt heimildum sem Fréttini bárust, þá er mikil óánægja vegna málsins og ekki hafa fengist haldbærar skýringar hvers vegna bæjarráð samþykkti söluna.  Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi Miðflokksins, mun bóka um málið þegar það verður tekið fyrir í bæjarstjórn á næstu dögum.

Helsta skýringin sem mönnum dettur í hug er að bæjarstjórn sé að gera sér grein fyrir hversu stór biti hælisleitendaverkefnið er, og nú sé komið að skuldardögum við lánadrottna.

Þá vekur athygli að forstjóri Heimstaden átti fund með bæjarráði um daginn, en ekki er fordæmi fyrir því að forstjóri stærsta fasteignafélags landsins komi á fund bæjarráðs Reykjanesbæjar og vekur upp spurningar, segir heimildarmaðurinn.

One Comment on “Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að selja hlut sinn í Bláa Lóninu”

  1. Margrét Þórarinsdóttir er ekki í Miðflokknum. Hún er Oddviti Umbótar XU

Skildu eftir skilaboð