Menntamálastofnun svarar fyrirspurn um kynlífsfræðslu barna í 2.-5. bekk

frettinInnlent3 Comments

Menntamálastofnun hefur svarað erindi foreldris sem sendi fyrirspurn um  helgina vegna nýútgefinnar bókar um kynlífsfræðslu 7-10 ára barna á yngsta og miðstigi.

Efni bókarinnar hefur farið fyrir brjóstið á mörgum foreldrum og aðstandendum barna og þykir fara yfir öll velsæmismörk. Meðal þess sem kemur fram myndrænt í bókinni á bls. 106 eru leiðbeiningur um sjálfsfróun, þar er teiknað barn sýnt á klámfengin hátt vera að fitla við sjálfan sig í baði og fá unað út úr sjálfsfróun.

Þá stendur orðrétt í bókinni: „þú gætir hafa uppgötvað að það að snerta suma staði líkama þíns, sérstaklega kynfærin, getur gefið þér kitlandi þægindatilfinningu. Þessi snerting kallast sjálfsfróun. Sjálfsfróun er þegar við snertum okkur sjálf, venjulega kynfærin, til að fá þessa notalegu og kitlandi tilfinningu.“


Svar Menntamálastofnunar:

Ein af ástæðum þess að þetta efni var valið er þingsályktun frá forsætisráðuneytinu, þar sem Menntamálastofnun er gert að gefa út meira efni í kynfræðslu fyrir öll skólastig. Sjá hér:

Höfundur þessarar bókar hefur áratugareynslu af því að vinna að kynfræðslu og við gerð námsefnis fyrir málaflokkinn. Þessi bók var valin þar sem hún tekur á fræðslu um tilfinningar, að líkamar okkar séu ólíkir og það sé í boði að vera eins og þú ert. Bókin var metin af hópi kennara sem hafa mikla reynslu í málefnum kynfræðslunnar og þau mæltu með að þetta efni yrði tekið til þýðingar. Kennsluleiðbeiningar eru væntanlegar og hvetjum við kennara að kynna sér efnið vel áður en það er notað í kennslu.

Cory Silverberg höfundur bókarinnar, og kallar sig hán.

Um bókina:

Kyn, kynlíf og allt hitt er kynfræðslubók fyrir börn á yngsta- og miðstigi, foreldra/forsjáraðila þeirra, kennara og skóla. Hún tekur til barna og fjölskyldna af öllum gerðum, kynjum og kynhneigðum þannig að öll börn og allar fjölskyldur ættu að geta speglað sig í bókinni. Bókin er á myndasöguformi þar sem fylgst er með fjórum börnum fræðast um kyn og kynlíf með virðingu, traust, ánægju og réttlæti að leiðarljósi. Bókin er mikilvægur leiðarvísir um líkama, kyn og kynverund fyrir börn. Hún veitir nauðsynlegan grunn í kynfræðslu og býður þar að auki upp á samræður milli nemenda og kennara eða foreldra/forsjáraðila. Í samtalinu er hægt að koma á framfæri skoðunum.

Ekki náðist í Þórdísi Jónu Sigurðardóttur forstjóra Menntamálastofunar símleiðis í dag, eða aðra starfsmenn sem koma að málinu.

Bókina í heild sinni er hægt að skoða hér.

3 Comments on “Menntamálastofnun svarar fyrirspurn um kynlífsfræðslu barna í 2.-5. bekk”

  1. Höfundur bókarinnar er greinilega perri. Það sést á flærðarlegu brosinu.

  2. Til hamingju Halla með að hafa unnið titilinn fordómafyllsta fíflið árið 2023.

Skildu eftir skilaboð