Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:
Foreldrar á Akureyri og víðar eru meðvitaðri um hvað gengur á innan veggja skólanna í kjölfar umræðu í samfélaginu. Láta sig málið varða. Faðir á Akureyri leyfði mér að birta þessu færslu sem hann birti á snjáldursíðu og ég rakst á fyrir tilviljun.
Hann segir:
Nokkrar spurningar og smá útskýringu á minni skoðun. Hún gat engu svarað vegna þess að engar upplýsingar höfðu borist til hennar. Hún sagðist myndi heyra í mér þegar hún hefði eitthvað í höndunum og benti mér á að hafa samband við Kristínu Jóhannesdóttur sviðstjóra eða Heimi Örn Árnason formann fræðslu- og lýðheilsuráðs.
Þau hafa ekki enn svarað.
Ég sá fyrir einhverju síðan fréttir um að Akureyrarbær hefði samið við Samtökin 78 um ”hinsegin fræðslu" í skólum bæjarins. Ég hef nokkrar spurningar.
- Hvert er opinbert námsefnið ef eitthvað og get ég fengið að skoða það?
- Hefur það verið yfirfarið af menntamálaráðuneytinu og/eða skólayfirvöldum?
- Hver eða hverjir munu kenna það?
- Hafa þeir einstaklingar réttindi og/eða reynslu þegar kemur að kennslu?
- Af hverju er einu lífsskoðunarfélagi (t.d 78) hleypt inn í skólakerfið á meðan öðru var úthýst þaðan? (Þjóðkirkjan)
- Hvenær á þessi ,,kennsla" að eiga sér stað og munu þið segja frá því fyrirfram og gefa foreldrum kost á að afþakka hana fyrir hönd barna sinna?
Ég er á móti því sem samtökin 78 hafa verið að boða undanfarið og öfganna sem fylgir þessari umræðu þeirra.
Ég veit að kynin eru tvö, ekki óendanleg eins og þau segja.
Ég veit að það fæðist engin í röngu kyni þótt einhverjum líði kannski þannig.
Ég veit að það er ekki hægt að skipta um kyn, þótt margt sé hægt að gera til að breyta útliti einhvers.
Ég veit að það þjónar ekki hagsmunum Xxxxxx míns né nokkurra annarra barna að fá þessa brengluðu innrætingu Samtakana 78 sem er að tröllríða umræðunni í þjóðfélaginu. Og vel flestir foreldrar sem ég hef talað við eru sömu skoðunar þótt fæstur þori að tjá sig um það opinberlega af ótta við stimpla og úthrópanir.
Samtökin hafa sjálf ekki vilja gefa upp hverjir kenna og hvað, en segja að allt námsefni sé á síðunni hinseginfraotila.is, ef ég man slóðina rétt.
2 Comments on “Sendi skólastjóra Síðuskóla fyrirspurn um komandi ,,kennsluefni” hinseginfræðslu”
Það ætti að segja sig sjálf að það er ekki boðlegt að láta úrkynjað og klikkað fólk kenna börnum kynfræðslu. Aðeins í klikkuðum heimi telst þetta sjálfsagt mál og þar eru við komin sem þjóðfélag, því miður.
Virkilega vel orðuð grein.heyr heyr, og samála Brynjólfi þetta er orðið algjör klikkunn. úr skóla með þessa geðveiki