Kennslubók um kynlíf fer ekki rétt með og því á hún ekkert erindi til skólabarna

frettinInnlent, Skólamál3 Comments

Helga Dögg Sverrisdóttir kennari skrifar:

Kíkti yfir bókina kyn, kynlíf og allt hitt sem gefið er út af Menntamálastofnum. Hinsegin hugmyndafræðin hefur náð tökum á starfsmönnum þar eins og víða annars staðar. Farið er með blákaldar lygar í bókinni og er stofnuninni til skammar. Að Menntamálastofnun ljúgi að nemendum þessa lands er með ólíkindum. Bókin er ætluð 7- 10 ára börnum.

Starfsmaður Menntamálasstofnunar klóraði í bakkann og stóð sig illa. Nei við þurfum ekki þessa bók. RÚV samkvæmt sér, ræðir ekki við neinn sem er gagnrýnandi heldur meðvirkir.

Rafbókina má finna hér.

Á blaðsíðu 16-17 er talað um að kynlíf sé eins og að fara í Tívolí. Meti hver fyrir sig hversu heppilegt það er. Þegar kynferðisafbrotamenn segja börnum að hafa ekki áhyggjur því þetta er eins og að vera í Tívolí.

Svo koma rangfærslur, ekki staðreyndir.

Á bls. 70-71. Stelpur og strákar og við hin. Það er ekkert við hin. Annað tveggja er kynið stelpa eða strákur.

Flestir strákar hafa typpi. Það að hafa typpi gerir þig ekki að strák- BULL. Strákar fæðast með typpi.

Flestar stelpur hafa píku. Að hafa píku gerir þig ekki að stelpu- BULL. Allar stelpur hafa píku.

Svona rangfærslur eiga ekki að sjást í námsbókum.

Á bls. 75. er verið að gefa í skyn að væntanlegt barn sé ekki strákur eða stelpa. Hver er tilgangurinn?

Á bls. 77. er sagt frá afar sjaldgæfum frávikum um kyn eins og það sé daglegur viðburður, intersex.  Mér finnst þetta óviðeigandi að tala um þennan litningagalla við 7-10 ára börn því í flestum tilfellum er greinanlegt hvort litlingaparið er ríkjandi, XX eða XY.

Á bls. 81. er dregið í efa að heilbrigðisstarfsfólk viti hvað það er að gera. Nefna okkur strák eða stelpu af því þau halda það segir í bókinni. Óboðlegt.

Á bls. 83. er talað um að flestir verða stelpa eða strákur. Þú getur ekki verið neitt annað samkvæmt líffræðinni og ég tel vafasamt að sá fræjum byggðum á trans-hugmyndafræði hjá ungum börnum.

Á bls. 84. heldur höfundur áfram að sá efasemdarfræjum sem styður ekki við vísindalega þekkingu.

Umræða um sjálfsfróun tekur svo við og eru nokkrar blaðsíður. Sitt sýnist hverjum um þessa fræðslu í skóla fyrir 7 – 10 ára börn. Ísland er fjölmenningarsamfélag þar sem menn fylgja ólíkum trúarbrögðum. Ef þetta samræmist ekki trúarbrögðum barna og foreldra skal varlega farið með þessa kennslu.

Á bls. 151. byrjar trans- hugmyndafræðin. Höfundi bókarinnar finnst nauðsynlegt að kynna börnum það sem hugmyndafræðin talar um.

Á bls.158-159, eru hugtökum trans-hreyfinga útskýrð, orð sem þau vilja nota. Almenningur vill ekki sjá þessi orð enda ber þeim ekki að nota þau undir neinum kringumstæðum nema vilja það sjálfir. Að troða þessu upp á börn í grunnskóla er fyrir neðan allar hellur.  Í listanum má sjá ,,cis“ eða ,,sis“ sem enginn notar um konur nema trans-fólk. Það eru ekki til neinar aðrar konur nema líffræðilega fæddar konur og því er þetta uppnefni óþarft, óviðeigandi og móðgandi. Hvað þá að heilaþvo 7-10 ára börn með þessum orðum. Talað er um ,,intersex" eins og það sé mjög algengt á þessari síðu. Litningagalli ef menn skyldu ekki vita það.

Nei góðir hálsar við hljótum að krefjast vísindalegrar þekkingar og staðreynda þegar kennsluefni og fræðslu er í grunnskólum landsins, ekki hugmyndafræði trans-hreyfinga.

3 Comments on “Kennslubók um kynlíf fer ekki rétt með og því á hún ekkert erindi til skólabarna”

  1. Húrra Húrra fyrir þessari kennslukonu, betra að fleiri færu að hennar dæmi og gagnrýndu þessa þvælu sem ætlunin er að kenna krökkunum..

  2. Ég vona svo sannarlega að fleiri kennarar eins og þú finnist í skólum þessa lands sem neita að boða börnum þennan boðskap, sem á aldrei að vera á höndum starfsmanna bæja og skóla og vera háð þeirra mati á þroska barna í heilu bekkjunum hvort þau séu tilbúin fyrir þessa vitneskju. Þetta hljomar eins og sálfræði tilraun á hæsta stigi sem hefur ekki verið skoðað afleiðingar fyrir börnin til lengri tíma. Fræða þau um snertingar og fleira með þeim hætti að misskilja má á marga vegu. Ég hef bara gríðarlegar áhyggjur fyrir hönd æsku þessa lands og heimsins alls ef þetta er verið að innleiða í grunn- og leikskólum heimsins í stórum hópum.

Skildu eftir skilaboð