Sex ára stúlka í Smáraskóla varð fyrir kynferðisofbeldi af samnemendum: lítil viðbrögð hjá skólanum – uppfært

frettinInnlent3 Comments

Alvarlegt atvik kom upp í Smáraskóla þegar umdeild veggspjöld um kynfræðslu héngu á veggjum skólans síðastliðið vor. Fréttin greindi frá því í maí, að veggspjöldin hafi síðan verið tekin niður eftir kvartanir frá foreldrum.

Nýlega var stofnaður hópur á facebook sem heitir Foreldrar og verndarar barna. Hópurinn hefur farið sívaxandi og hafa nú yfir 650 manns skráð sig. Stjórnandi hópsins hefur að undanförnu borist ýmsar óhugnanlegar sögur frá foreldrum, sem segja frá því að börnin þeirra hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi og áreiti eftir að skólinn fór að kynna kynlífstengd efni fyrir ungum börnum.

Móðir sem kýs nafnleynd vegna öfgafólks í samfélaginu, segir frá því að sex ára dóttir hennar, hafið orðið fyrir fyrir kynferðisofbeldi samnemenda sinna í Smáraskóla í Kópavogi, og hafi ofbeldið verið fyrir fram ákveðið. Ofbeldið átti sér stað á meðan umrædd veggspjöld voru til sýnis á veggjum skólans.

Móðirin segir frá því að dóttir sín hafi komið áhyggjufull heim úr skólanum, því hún hafi fengið að heyra það frá bekkjarfélaga að búið væri að skipuleggja að káfa á kynfærum hennar og kynferðislega áreita hana. Móðirin segist svo hafa fengið símhringingu frá kennara um að þrír drengir í bekk stúlkunnar, hefðu tekið stúlkuna til hliðar, einn hafi fylgst með hvort einhver væri að koma, annar hefði haldið henni og sá þriðji káfað á kynfærum hennar.

Síðar hafði móðirin komist að því að sá sem hafi káfað á stúlkunni, sé barn kennara sem starfar í skólanum.  Viðbrögð skólastjórans í framhaldi hafi verið lítil sem engin, og málið hafi ekki verið tilkynnt til Barnaverndar.  Móðirin segir að skólinn hafi helst viljað sópa málinu undir teppið og bauð ekki upp á sálfræðiaðstoð, hvorki fyrir barnið né foreldra.  „Mér finnst það bara ekki nóg og er ég virkilega reið yfir þessu. Eitt plaggatanna var klárlega að hvetja börn í að prufa allskonar kynferðislegar athafnir og grunar mig að þetta hafi kveikt í áhuga þessa drengja að gera það sem þeir gerðu. Þessi börn voru í 1. bekk þegar þetta atvik kemur upp,“ segir móðirin.

Í fyrirspurn Fréttarinnar til skólastjórans Barkar Vígþórssonar, þá sagðist hann ekki getað tjáð sig um einstaka mál en vísaði til Skóla og fríðstundasviðs fyrir nánari upplýsingar.

Umrætt veggspjöld má sjá hér neðar:

Uppfært: Móðirin hafði samband og vill leiðrétta að skólinn hafi boðið upp á sálfræðiaðstoð, en henni hafi ekki fundist það nóg, málið hefði átt að vera tilkynnt af skólanum til Barnaverndar. Þá hafi stúlkan verið orðin 7 ára en var í 1. bekk þegar atvikið átti sér stað. 

3 Comments on “Sex ára stúlka í Smáraskóla varð fyrir kynferðisofbeldi af samnemendum: lítil viðbrögð hjá skólanum – uppfært”

  1. Mjög alvarlegt ef skólinn fór ekki eftir verkferlum. Hvað var það sem stoppaði móðurina í að tilkynna málið til barnaverndarnefndar?

Skildu eftir skilaboð