Eldur Ísidór skrifar:
Svokölluð ,,hinsegin" fræðsla barna og kynfræðsla hefur verið mikið í umræðunni í vikunni sem er að líða. Samtökin sem ég er í forsvari fyrir, Samtökin 22, gerðum okkur ferð upp í Langholtsskóla, eftir að skólastarfi lauk, fimmtudaginn 7. september síðastliðinn.
Við höfðum fengið ábendingu um að þar væri fræðsluefni sem miðlaði því til barna og ungmenna að BDSM blæti væri kynhneigð, rétt eins og það að vera gagnkynhneigður eða samkynhneigður. Eftir að hafa skoðað hvað internetið skilar af leitarniðurstöðum um BDSM fannst okkur mikilvægt að vekja athygli á þessu. Vissulega eru börn og ungmenni í stakk búin til þess að finna óviðeigandi efni á netinu, en það er ekki verkefni skóla að beina börnum á þá braut.
Til að árétta þá segir íslensk orðabók um orðið „blæti":
hlutur eða fyrirbæri sem veldur kynörvun hjá ákveðnum einstaklingum
Og um kynhneigð segir íslensk orðabók:
það að hneigjast til ákveðins kyns
Ekki leikur vafi á að BDSM er blæti, ekki kynhneigð.
Í kjölfarið af ábendingum okkar í Samtökunum 22 fór af stað atburðarás í samfélaginu sem er stórkostlega vafasöm. Ísland sökkti sér í svartnætti dystópískrar martraðar á svipstundu.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar sendir út mjög vafasöm tilmæli til skólastjórnenda og fleiri sem er algjöra í bágu við 2. gr laga um grunnskóla (feitletrun mín):
„Hlutverk grunnskóla, í samvinnu við heimilin, er að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir grunnskóla skulu mótast af umburðarlyndi og kærleika, kristinni arfleifð íslenskrar menningar, jafnrétti, lýðræðislegu samstarfi, ábyrgð, umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi. Þá skal grunnskóli leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við stöðu og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, velferð og menntun hvers og eins."
Skilaboðin eru skýr: Haldið ykkur saman, við ráðum þessu!
Markmið tilmælanna var að hunsa foreldra og mata ofan í þá vélrænt fyrirmæli harðstjórans í Ráðhúsinu. Dystópíska martröðin varð svo æ ógnvekjandi þegar forsvarsmenn Stjórnarráðs Íslands, Reykjavíkurborgar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Umboðsmanns barna, Menntamálastofnunar, Barnaheillar, Samtakanna '78 og Landssamtaka foreldra gefa útsameiginlega yfirlýsingu, sem er aðeins til þess fallin að kynda undir ótta samfélagsins við að tjá sig um málefnið.
Skilaboðin eru skýr: Haldið ykkur saman, við ráðum þessu. Og eins og kennarinn í Langholtsskóla sagði við Samtökin 22; „þetta er ekki til umræðu". Er það þá væntanlega í fyrsta skipti síðan á miðöldum að yfirvöld segja okkur á Íslandi hvað er og er ekki til umræðu.
Í kjölfarið af heimsókninni í Langholtsskóla kemur út bókin „Kyn, kynlíf og allt hitt sem er skrifuð af einum af hugmyndafræðingum kynjafræðarinnar í Kanada, Cory Silverberg. Hún er þýdd af íslenskri konu og rennur eins og smurt í gegnum ferli Menntamálastofnunar. Þar er fjallað um kynferðislega athafnir í myndum og máli á mjög grafískan hátt við 7-10 ára börn.
Það skal taka fram að það voru ekki Samtökin 22 sem reyndu að varpa ábyrgð bókarinnar á Samtökin ´78. Það er hér tekið skýrt fram. Bókin er hins vegar úr úr álíka hugmyndasmiðju og þau samtök, því þau hafa gefið sig algjörlega á vald hinsegin fræðanna og höfundur bókarinnar er aðeins með menntun í kynjafræði. Þetta er síður en svo eina dæmið sem við þekkjum til þar sem talsmenn og sérfræðingar hinsegin fræða skrifa kennslubækur án þess að vera með neina menntun eða þjálfun í uppeldisfræðum.
Samtökin 22 beita sér ekki gegn minnihlutahópum
Samtökin 22 hafa gagnrýnt harðlega hinsegin fræði kynjafræðinnar. Við erum algjörir andstæðingar hennar, ef út í það er farið. Þetta höfum við aldrei farið leynt með.
Hinsvegar hafa mjög voldugar fjölmiðlablokkir, og valdablokkir í stjórnsýslunni og í samfélaginu, unnið markvisst gegn okkur, gert okkur upp skoðanir, skipulagt bæði tölvuárásir og persónulegar árásir, hvatt til ofbeldis gegn okkur og komið í veg fyrir að við gætum kynnt okkur með eðlilegu móti eins og stóð til í síðasta mánuði með málþingi í Þjóðminjasafninu, eins og frægt er, innlendis og erlendis. Þar höfðum við boðið erlendum mannréttindaprófessor sem hefur verið mjög virkur í hreyfingunni í áratugi og unnið að réttarbótum fyrir samkynhneigða og transfólk um víða veröld.
Allir fjölmiðlar fengu tilkynningu þess efnis, boð um að mæta og vera virkir þátttakendur í að miðla til fólks að hreyfingin okkar stendur á krossgötum. Að samfélagið allt stendur á krossgötum.
Kallinu var ekki svarað, og hefur ríkisfjölmiðilinn gengið hvað harðast gegn okkur, án þess þó að eiga við okkur orðastað þó eftir því væri leitað, og hunsa svo erlenda blaðamenn þegar þeir leita skýringa á starfsháttum RÚV. Vandræðaleg gögn finnast um viðleitni RÚV til að forðast spurningar erlendra blaðamanna.
Áróðursmaskínan gegn hommunum og lesbíunum, sem eru "the wrong kind of gays" fer á fullt skrið
Við höfum lært þónokkuð af liðnum mánuði. Samfélagið er í siðafári. Það ríkir hér algjört siðrof. Og tilgangurinn helgar meðalið sama hvað. Jafnrétti á Íslandi er iðnaður, og þar eru margir sem gæta grimmt eiginhagsmuna sinna.
Hugmyndafræðin fyrst – svo allt hitt!
Við erum á krossgötum þar sem hugmyndafræði á brauðfótum sem þorir enga umræðu, mætir bláköldum íslenskum raunveruleika.
Tökum spjallið
Við í Samtökunum 22 erum opin fyrir spjallinu. Það er í raun það eina sem við viljum. Við viljum ræða það efni sem börn okkar eru í raun þvinguð til að kynna sér þannig að foreldrar geti með ró í maga, sent börn sín í skólann án þess að óttast að þar séu þau fyllt af efasemdum um eigin líkama, og tileinki sér röng meðöl við mögulegri vanlíðan á viðkvæmum árum. Við viljum skiptast á skoðunum. Við viljum standa vörð um tilverurétt samkynhneigðra og berjast gegn fordómum gegn þeim. Frá okkur kemur ekkert í námunda við ofbeldi eða óskir um að fullorðið fólk, sem skilgreinir sig á einn eða annan hátt, megi ekki vera til. Við viljum verja rétt barna til að fara í gegnum kynþroska og læra á líkama sinn og langanir á þeirra takti, ekki takti einhverra erlendra kynjafræðiprófessora. Við viljum verja börn gegn lyfjaiðnaðinum sem sér í hverju barni sem tekst að rugla í ríminu ævilangan skjólstæðing.
Þetta viljum við.
En okkur mætir þöggun sem kaþólskir prestar miðalda (en ekki dagsins í dag) hefðu verið stoltir af. Og fyrir vikið blasir siðferðislegt gjaldþrot, og börnin eru fallbyssufóðrið.
Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.
6 Comments on “Við erum á Krossgötum”
Það á ekki að gefa óþverra líð eins og ykkur helvítis nazista andskotunum nein séns á að breiða út ykkar haturs áróðri, það sjá allir heilvita men í gegnum þessar lygar ykkar.
Jæja.. en eitt tröllið að kommenta..
Vel sagt Eldur og það er vissulega satt að við erum á krossgötum.
Greinilegt að Eldur Devile er fulltrúi barnaníðinga og ofbeldisfólks í kynlífi því þannig fólk er það eina sem græðir á því að börnum sé kennt um kynlíf og mörk í því. Eldur vill að börnin læri um kynlíf frá klámi því það auðveldar honum að fara yfir mörk hans bólfélaga
Sé ekki kennt um kynlíf átti að standa þarna
“Ef þú vilt ekki að skólar kenni 7 ára krökkum að það sé gott að leika við rassgatið á sér, þá ert þú barnaníðingur!“
– Einar
Oft er gott að leyfa þessum vitleysingum bara segja sitt. Fólk getur svo farið inná https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/kyn_kynlif/ og skoðað þetta sjálft.
Þetta á auðvitað ekkert erindi við 7 ára barn.
Merkilegt líka að fylgjast með hvernig RÚV og Sýn eru í stanslausri vörn fyrir þetta rugl með útúrsnúningum.
“Hann kallaði mig barnaníðing á facebook“ og “Það var erfitt að vera hommi í gamla daga“.
Okei okei og þessvegna er í lagi að kenna 7 ára barni að örva rassgatið á sér?
Það er búið að vera svo klikkað að fylgjast með þessu. Aldrei talað um efnið sjálft eða lesið upp úr bókinni sem málið snýst um. Bara endalausir útúrsnúningar.
Eldur stendur sig vel og á þakkir skildar þó fólk með takmarkaðan lesskilning haldi öðru fram.