Sigríður Dögg: um 100 m.kr. leigutekjur

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Fréttamaður RÚV og formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, leigði út fjórar íbúðir á Suðurgötu 8 í miðborg Reykjavíkur. Leigusalan fór í gegnum Airbnb útleiguna. Samtals voru 8 svefnherbergi í íbúðunum fjórum með svefnplássi fyrir 28 manns. Starfsemin á Suðurgötu líktist meira gistiheimilarekstri en íbúðaleigu.

Sigríður Dögg játaði skattsvik vegna útleigu í færslu á Facebook á mánudag. Síðan hefur fréttamaður RÚV og formaður stéttafélags blaðamanna neitað að tjá sig um málið í fjölmiðlum.

Sigríður Dögg var sjálf skráð fyrir íbúðunum á Suðurgötu 8, ekki eiginmaður hennar. Samkvæmt tilfallandi gögnum var heildarleiga fyrir sólarhringsleigu á íbúðunum, miðað við fulla nýtingu, um 1000 bandaríkjadalir eða um 135 þúsund krónur.

Leigutekjur Sigríðar Daggar má áætla að hafi verið um fjórar milljónir kr. á mánuði, 40 til 50 milljónir kr. á ári. Starfsemin var ólögleg og ekkert var gefið upp til skatts. Útleiga í miðbæ Reykjavíkur er ábatasömu og gera má ráð fyrir góðri nýtingu á íbúðunum fjórum.

Upp komst um skattsvik fréttamannsins þegar skattrannsóknastjóri knúði fram upplýsingar um ólöglega útleigu Íslendinga í gegnum Airbnb-bókunarkerfið. Upplýsingarnar náðu til áranna 2015-2018. Skattrannsóknarstjóri fékk upplýsingar frá Airbnb á Írlandi vorið 2021.

Hafi Sigríður Dögg verið með íbúðirnar á Suðurgötu í svartri útleigu öll fjögur árin vantaldi hún til skatts fjárhæð er nemur um eða yfir 100 milljónir króna.

Skildu eftir skilaboð