Spádómur bresk miðils um árslok og atburði framundan

frettinInnlent, Stjörnuspeki1 Comment

Spámiðillinn Louise Jones talar um kosningarnar í Bandaríkjunum 2024, flóðin í Lýbíu, uppkomandi hneykslismál og fleira.

Góða kvöldið hér talar miðillinn Louise Jones frá Bretlandi, slakið á og komið ykkur vel fyrir  á meðan ég lít í spákúluna og skoða hvað næstu ár bera í skauti sér.

Ég byrja á því að senda heilanir og blessun yfir alla í heiminum sem eru að lenda í þessum ofsafengnu veðurfarsbreytingum, nýlega var það fellibylurinn Lee sem fór yfir Bandaríkin og mér líður eins og við eigum eftir að horfa upp á meira af slíku.   Ég finn sterkt að austurströnd Bandaríkjanna er enn þá mjög viðkvæm og ég vil senda vernd yfir Kaliforníu, ég veit ekki af hverju ég hef sterka þörf fyrir það en einnig yfir Flórída og niður austurströndina.   Mér líður eins og borgirnar séu í viðkvæmri legu þá fæ ég svæði með nöfnum sem byrja á stöfunum F og L. Einnig stafirnir E og M.   Ég vil tala um að ýmislegt sé að koma upp varðandi hæstaréttarmál  í USA næstu viku hvað það varðar og ég fæ fimmtudag en margt gerist á næstu 2-3 vikum. Ég vil meina að nr 45 (Trump) geti mögulega unnið, en það eru ýmsar tímalínur í gangi og málin geta snúist í aðrar áttir.   Ég sé líka eitthvað varðandi Biden og næstu 2-3 vikur, munið dagsetningarnar 21. og 27. sept.  Einnig 15.-16. (Okt) þá er margt komið í ljós.

Ég sendi bænir mínar til Lýbíu þar sem þessi hræðilegu flóð hafa átt sér stað.   Næstum 20 þúsund manns hafa misst líf sitt eða slasast, einnig til Marokkó eftir jarðskjálftana svo ekki sé minnst á Maui í Hawaii, þar sem fólk hefur þurft að þjást mikið.  Eftirleikurinn er eftir sumir halda að þegar hætt er að flytja fréttir og atburðurinn klárast þá er alls ekki allt búið, þarna eru þúsundir manna heimilislausir og virðast ekki fá mikla hjálp og vil ég senda þeim heilun og blessanir.

Biblíutímar

Ég trúi að við séum að lifa á því sem ég kalla biblíutímum.   Ég vil tala um að Bandaríkin eru að fara inn í mjög erfitt tímabil er varðar hagstjórn og fjármál.  Munið að við erum á þröskuldinum og ég hef séð það um tíma, rétt áður en nýja efnahagskerfið verður innleitt.   Mér eru sýndir í kvöld miðstýrandi bankar og ég fæ til mín alþjóðlega skiptisamninga.  Mér virðist að fjármálaheimurinn verði miklu alþjóðlegri og það færir okkur nýja leið inn í nýja framtíð.   En hvar sem þetta allt gerist í Bandaríkjunum sé ég að þetta millibilsástand hefur afleiðingar og ég sé að ferð flutningaskip verður tálmuð og það verða einnig vandamál í austri sem eru keðjuverkandi en mér finnst alltaf eins og Ástralía ríði á vaðið og svo sé ég Singapúr þó undarlegt sé.   Kannski verða nýjar breytingar þar.   En þegar ég skoða 3, 4, 5 ár inn í framtíðina erum við búin að ganga í gegnum mjög erfið krísutímabil og erum að sigla út úr þeim.   En mér líður eins og Afríka eigi eftir að vera í fararbroddi í vöruskipta og efnahagssamningum, munið það.

Ég sé orðið reikningur eða reikningar (skuldir)  ríkissjóðir og ég hef sagt það áður eins og í myndinni "the Three Kings" (kóngarnir þrír) sem fjallaði um gull Saddams Hússein sé ég aftur.

Hneyksli  munu opinberast

Takið eftir hneykslunum og dularfullu málunum sem upp koma varðandi mann sem er með fölur í framan,  dökkt hár og einnig tengdur Sádi Arabíu og ég sé Araba sem ríða á hestum í gegnum eyðimörkina.   Klukkan tifar og tíminn er að renna út, þar sem það verður eitt hneyksli munu mörg hneyksli opinberast í kjölfarið.  Um sama leiti mun stefnan "narratífið" í kringum nr. 45 og fyrir Bandaríkin snúast í stjórnmálunum.   Það verður atburður sem er til að afvegaleiða athyglina og ég vil tala um að þetta haust er glepjandi árstíð, það er afvegaleiðandi atburðir.   Mér finnst 2024 verða eins og spagettí í mótun með röð atburða og það hef ég séð í nokkurn tíma, síðustu ár, við þurfum bæði að vera mjög jarðtengd og einnig að búa okkur undir að flækjast ekki um of í hita leiksins og munið að góðvildin hefst heima við.   Við munum verða vitni að því að margt fólk mun detta út úr kapphlaupi stjórnmálanna í Bandaríkjunum og mér er sýnt spurningarmerki varðandi Róbert Kennedy.   Þetta minnir svolítið á söngleikinn "Chess" margir skipta um stöður og fólk fer til hliðar.

Ég sé mikil hneyksli í uppsiglingu. Mér líður eins og þau séu hægri, vinstri og miðja, varðandi bæði frægt fólk, meginstraumsmiðla en einnig sem varðar marga milljarða tvö eldsneytisfyrirtæki.   Mér er sýnt orðin erlend áhrif.  Einnig 23., 24., 25., 26. og 28. þessir atburðir verða stórfréttir.   Mörg fræg stór fyrirtæki munu falla, breytast eða sameinast, mikil umskipti, hér munu hinir sterkustu og úrræðabestu lifa af.   Þar sem við erum að sigla inn í nýja öld kemur sannleikurinn upp á yfirborðið og er afhjúpaður.  Það er stórhreingerning í gangi en ég sé líka fræg nöfn koma út varðandi hneykslismál, samfélagsmiðla og ýmislegt.  Þetta er ekki aðeins í Bandaríkjunum heldur á fleiri stöðum, en munið mikið af því sem kemur á miðlunum er ekki sannleika samkvæmt.

Þekktir eru undir skotspónum af illum öflum á bak við tjöldin, það er ekki hægt að losa sig við allt þetta illa, en það er visst jafnvægi í öllu sem er að gerast svo passið ykkur að trúa ekki öllum hneykslismálunum því mörg eru fjarri sanni.

Ég fæ mann í Bretlandi sem verða mikil hneykslismál í kringum.  Ég sé einhvern hlæja þannig þetta gæti verið grín leikari eða einhver fyndinn.

Elon Musk stígur fram með stórfrétt

Ég sé fleiri ákærur koma fram.   Ekki á þessu ári heldur á næsta ári verið því viðbúinn að pendúllinn mun breyta um stefnu og fara á fulla ferð, ja hérna.   Þar fæ ég 25. lagagreinina, þetta verður önnur stórfréttin.  Takið eftir Elon Musk stíga fram með stórfrétt fyrir næstu kosningar hann verður í öllum fréttum.  Ég sé einnig meiri vanda er varða skotárásir í Bandaríkjunum og munið bókstafina E, M, N, G, I og C.  Þetta gæti verið aðvörun fyrir borgir eða ákveðin svæði og ég sendi um leið bænir og vernd yfir svæðin, að þetta megi ekki eiga sér stað.  Það er eins og tvöfaldur veruleiki um ýmislegt sem átt gæti sér stað.

Mér er einni sýnd aftur New York, en þessa syn hef ég fengið áður, og það lítur út eins og neðanjarðarlest tengd við háar byggingar en gæti einnig tengst París eða London og ég fæ orðið hryðjuverk, þar gæti verið hryðjuverkaógn.  Það er eins og ýmislegt sé gert til að reyna að glepja hugann.  Ég fæ einn mánudag þar sem miklar fréttir koma og þá heyri ég lagið "Tell me why Í dont like Mondays", (segðu mér af hverju ég þoli ekki mánudaga).  Þetta verður eitthvað með áhyggjur varðandi mánudaga.

Dökkt yfir Zelensky

Ég sé fyrirsagnir með Zelensky og það er mjög dökkt yfir þessu og fer ekki vel fyrir hann, þar fæ ég dagsetningar, 16., 21., 9. og 10.   Aftur er eins og það þurfi allt að koma fram á réttum tíma.   En nú talandi um tíma fæ ég gögn úr fortíðinni koma fram og elta en spurningin er hvern munu þau elta.

Í október og líka lok sept verða fréttir af 45. út um allt.  Miðjan sept fer að hitna í kolunum fram að næsta fulla tungli en þar næsta fulla tungl springur allt í loft upp.  Það er eins og fortíðin komi til baka og mér er sýnt Mar Lago svo kannski verða fréttir varðandi það.  Og einn af þessum golfklúbbum.

Við vitum að N-Kórea er nýbúin að ganga til samninga við Pútin og það er eins og öll fjögur höfuð skepnunnar risi upp rétt fyrir fallið en mér er sýnt að ferðalag til N-Kóreu verður Pútin eða einum af hans æðstu yfirmönnum að falli og það fer illa.  Nóvember leiðir þetta í ljós.

í Indlandi hefur nýlega birst vírus sem gæti orðið alvöru vandamál ef hann kemst úr böndunum.  En það verður í stuttan tíma.

Ekki láta plata ykkur varðandi eitthvað sem er í farvatninu það má segja NEI .   Eins og ég sagði ykkur þegar fyrir nokkrum árum sé ég hóp af opinberum starfsmönnum stiga fram með gríðarlega mikilvægar upplýsingar og mér er sýnt þetta aftur og þetta sprengir köttinn úr sekknum og gerist 2025-26.   Þá verða gífurlegar hóp-lögsóknir.

Spáir miklu kuldatímabili í Íslandi og veðurhamförum víða um heim

Svo sé ég vandamál í Svíþjóð og á Íslandi á mjög köldu tímaskeiði með miklum ís og snjó, einhvern vanda sem gæti tengst eldfjalli og mér finnst eins og ég þurfi að senda hlýju þangað ég vona að það verði ekki vegna þess að raforka liggur niðri og finnst mér Svíþjóð fara sérstaklega illa út úr þessu.

Ég sé mikið af flóðum ég hef virkilega áhyggjur af móður Jörð það verða svo mikil flóð um allan heim og ég vil aftur senda bænir til Lýbíu þetta er bara rétt að byrja.   Ég horfi á Maríu Guðsmóður hún sér yfir heiminn og grætur yfir börnunum, börnunum sem lenda í þessum hræðilegu atvikum en það eru einnig börn sem verða frelsuð,  björgun barnanna og allt það, það verður mikið um það á næstu árum.  Ég sé líka hauskúpur þegar ég tala um þetta svo einhverjir verða fyrir árásum.  Það verða mikil mótmæli á mörgum stöðum ekki bara í Bandaríkjunum og Bretlandi heldur um heim allan og Kanada.  Kanada er búin að verða illa úti hvað varðar alla eldana og ég sé mótmæli aukast. Ég sendi heilun og blessanir yfir alla þessa staði.

Kína, Nýja Sjaland og Bretland vekur sérstaka eftirtekt mína og margir staðir í Bandaríkjunum, Kaliforníu og Flórída og eg vil segja það hefur eitthvað með veðurfar að gera.  Ég fæ Hong Kóng og stóra öldu mótmæla sem ég talaði einnig um í síðustu heimsspá minni, þar sem eg talaði um að eitthvað kæmi upp með Brexit og ef fólk væri áhyggjufullt yfir Taívan og Kína þá kemur eitthvað upp um Hong Kóng hafið það hugfast.   Mér er sýnd sprenging varðandi þetta, eitthvað mikið að gerast í austrinu og ég fæ líka jarðskjálfta og sé fólk innilokað í byggingu.   Ég sé líka jarðskjálfta í Evrópu og á sama tíma er mikið að gerast varðandi Vatíkanið og ég sé reyk stiga upp úr Vatikaninu.  Vandamálin hrannast upp í Súdan og Afríku og ég sé herfylki .. sem hafa leiðtoga sem ég sé aftur sem á að vera kominn yfir í andaheiminn, en ekki eru öll kurl komin til grafar og þetta tengist allt,   allir armar kolkrabbans verða eyðilagðir og þetta byrjaði allt með Úkraínu en verður nú allt jarðsett, allir glæpirnir sem hafa verið framdir í heiminum, þetta er allt að eyðileggjast.

„Það er verið að testa okkur“

Æsifrétta miðlarnir og hneykslismálin vinstri, hægri og miðja með frægu fólki . Sumt er til að dáleiða fjöldann og stemmir engan veginn en annað er raunverulegt það er spurning um að stíga til baka og flækja sér ekki inn í dramað, því það er verið að testa okkur öll um hvað er sannleikur og hvað er ósannindi.

Ég fæ bók sem kemur út um Harrý og Meghan sem verður alls staðar í fréttum og einnig nýtt barn í konungsfjölskyldunni.

Stórfréttir koma út varðandi Pútin annað hvort í lok þessa árs en ekki síðar en  í árslok 2024.

Ég sé kóralrifin og Yellow Stone þjóðgarðinn og eitthvað um morðingja sem kemur upp aftur, en reynt hefur verið að sópa þessu undir teppið,  ekki einn heldur tveir eða þrír og þetta tengist jafnvel týndum börnum.

Julian Assange verður sleppt

Ég sé mörg ljósmyndaflöss og þekktan mann sem gengur frjáls úr fangelsi í Bandarikjunum eða Bretlandi og ég sé líka Evrópu það er mikið í fréttum en á sama tíma verða áföll vegna skotárása.   Það er hræðilegt að sjá þetta.   En það eru miklar fréttir af Julian Assange og hér held ég að það séu tveir eða þrír menn sem fá frelsið.

Við þurfum að stíga ölduna, svo haldið bommsunum vel negldum að jörðinni fyrir árið 2024.   Það verður mikil sorg vegna vatnafalla í lok ársins, börn syngja í kór og það verður fjáröflun, þetta eru svo sérstakir tímar.

Ég fæ upphafsstafina H.O. og heyri hó, hó, hó en þetta er ekki jólasveinninn, sagan er að fara að endurtaka sig.  Kosningarnar árið 2020 munu springa í loft upp.

Farið vel með ykkur elskur og munið að blanda ykkur ekki í dramað, eða láta svindla með ykkur við lifum á miklum tímamótum, spennandi tímum, hættulegum tímum, en fallegum tímum þar sem allt er að afhjúpast í sannleika.   Veri styrkurinn með ykkur.

Ísl. þýðing Elín Halldórsdóttir

One Comment on “Spádómur bresk miðils um árslok og atburði framundan”

  1. Alltaf jafn fyndið að lesa svona fantasíur frá þessum uppistöndurum sem kalla sig miðla 🙂

Skildu eftir skilaboð