Hætti að hlusta, horfa og lesa fréttir frá „hefðbundnum fjölmiðlum“ fyrir nokkrum árum

frettinInnlent3 Comments

Ágústa Árnadóttir segist hafa hætt að hlusta, horfa og lesa fréttir frá hefðbundnu fjölmiðlunum fyrir nokkrum árum og segir að meginstraumsmiðlarnir einblíni of mikið á hið neikvæða sem valdi niðurrifi.

Ágústa segir merkilegt að upplifa hvað líðanin batnar og orkan fer upp þegar athyglin færist fjær öllum harmleikum sem verið sé að bera á borð fyrir okkur alla daga. Það sem gerist líka þegar maður hættir að vera eins og sauður sem tekur bara sífellt við öllu sem hægt er að mata mann á, er að það myndast þessi fjarlægð sem gefur manni rými til að sjá heildarmyndina.

Pistillinn í heild sinni:

Ég hætti að hlusta, horfa og lesa fréttir frá þessum hefðbundnu fjölmiðlum fyrir nokkrum árum því ég fann að það hafði niðurrífandi áhrif á mína andlegu líðan. 90% af þessum „fréttum „ eru eingöngu hamfarir, stríð, ofbeldi og allt sem mögulega dregur okkur niður í líðan og orku.

Og það er merkilegt að upplifa hvað líðanin batnar og orkan fer upp þegar athyglin færist fjær öllum þessum harmleikum sem verið er að bera á borð fyrir okkur alla daga.

Það sem gerist líka, þegar maður hættir að vera eins og sauður sem tekur bara sífellt við öllu sem hægt er að mata mann á, er að það myndast þessi fjarlægð sem gefur manni rými til að sjá heildarmyndina.

Og hún er ekki endilega falleg, en maður hefur þó allavega tækifæri á að velja og hafna hvað fer inn í hugann.

Og það á alltaf að vera í okkar hendi...að velja og hafna. Og stjórna okkar eigin lífi.

En á meðan við sitjum bara og tökum við, þá stjórnum við ekki okkar lífi. Þá er það algjörlega á færi einhverra annara að stjórna því hvernig líf okkar þróast og stefnir.

Og við lifum sko sannarlega ekki í fullkomnum heimi.

Alveg eins og við sjáum skýrt spillinguna, græðgina og valdtökuna sem fær að hafa forystu í þjóðfélaginu þá ættum við ekki að vera undrandi yfir því að ákveðin öfl fá að ráða ferðinni. Og fjölmiðlar eru fyrsta vopnið sem sem þau öfl reyna að koma í sína eigu. Því með fjölmiðlum er hægt að mata hugann alveg frá barnsaldri með öllu því efni sem mótar okkur sem manneskjur.

Og það hjálpar einnig ef hægt er að móta samfélagið þannig að fólk þurfi að vinna mikið til þess að hafa þak yfir höfuðið og mat á borðið.

Þá er fólk yfirkeyrt af þreytu og streitu sem þrengir sjóndeildarhringinn enn frekar. Því hvað gerum við þegar við erum þreytt og streituð? Setjumst fyrir framan sjónvarpið eða tölvuna og tökum við því efni sem þar er. Og höfum ekki orku til að velja og hafna og sjá heildarmyndina til að geta myndað okkar eigin skoðanir.

Síðustu daga hef ég þó verið að skanna yfir þessa svokölluðu fjölmiðla og samfélagsmiðla. Og ég hef virkilega verið að reyna að hafa vit fyrir sjálfri mér og leyfa mér ekki að fara inní þessa skemmandi orku sem virðist vera í gangi þessa dagana.

Tek þó meðvitað val um að hafa skoðun á þessu málefni því ég á fullt af barnabörnum sem ég elska meir en allt. Og ef þau eru hjá mér, þá er enginn sími, enginn Ipad og sem allra minnst af sjónvarpsefni því þegar maður hefur opnað augun og séð innrætinguna sem á sér svo auðveldlega stað, og fer þráðbeint inn í huga þeirra, þá reyni ég af öllum mætti að stjórna hvað þau fá að sjá og hlusta á.

Því barnabörnin mín eru hreinar, saklausar, fallegar sálir og eiga bara skilið allt sem hjálpar til við að byggja þau upp á góðan, jákvæðan og styrkjandi hátt. Þess vegna er ég hugsi þessa dagana...

Og velti fyrir mér tilgangi þeirra sem stjórna för..

Á nokkrum dögum myndast algjör ringulreið hjá foreldrum leikskólabarna og skólabarna vegna skothríðar af kynlífs og hinseginfræðslu úr öllum áttum. Og það má guð vita að þegar gengið er yfir mörk foreldra, þá kemur ljónið og ljónynjan í þeim mjög hratt fram.

Þetta eru þeirra börn og engra annarra...allra síst stjórnvalda. Og þeirra að verja afkvæmin sín fyrir öllu því sem gæti á einhvern hátt skaðað þau.

Það er fullkomlega skiljanlegt að fólk bregðist harkalega við, og sérstaklega í ljósi þess hvernig þessum fræðslum er hagað.

Það er fullkomin upplýsingaóreiða um það hver sér um hvaða efni og það sem foreldrar fá vitneskju um eftir krókaleiðum er að kynfræðsla skuli eiga sér stað hvort sem foreldrum líkar það eður ei.

Það sem foreldrar fá að sjá eru plaköt sem eru hengd upp í skólum þar sem börn fá að upplifa að BDSM sé bara eðlilegur hluti af kynhneigð https://en.wikipedia.org/wiki/BDSM. Hafa skal í huga að börn niður í 6 ára sjá þetta.

Foreldrar komast að því búið sé að gefa út bók frá Menntamálastofnun og Menntamálaráðuneyti sem á að nota í kynfræðslu fyrir börn á aldrinum 7-11 ára. https://vefir.mms.is/flettiba.../namsefni/kyn_kynlif/160/...

Í þeirri bók er algjörlega búið að taka út stelpa og strákur og þar er aldrei talað um þessi 2 kyn sem eru til heldur er eingöngu talað um að sumir líkamar hafi typpi og sumir píku og að þegar við fæðumst þá sé okkur úthlutað kyn frá lækni eða ljósmóður. Síðan hvenær ákváðu stjórnvöld að samþykkja að nú mætti ekki lengur tala um strák, stelpu, konu eða mann?

Og í þessum hrærigraut af kynfræðslu og hinseginfræðslu veit enginn hvaðan allt þetta kemur.

Og fullkomlega réttlætanlegt að foreldrar spyrji spurninga, hafi skoðanir og gagnrýni þegar kemur að börnunum þeirra.

Það sem stjórnvöld, og aðrar stofnanir ásamt forsætisráðherra ákveða hinsvegar að gera til að mæta foreldrum og öðrum sem hafa áhyggjur af þessari þróun, er að beita einni ógeðfelldustu, lágkúrulegustu og illgjörnu stjórnunaraðferð sem byggjir á gaslýsingu af fullum krafti!

Og fyrir þá sem ekki vita hvað það er, þá er þeirri aðferð beitt í ofbeldissamböndum og er notuð til að fá „andstæðinginn“ til að halda að hann sé geðveikur þegar hann mótmælir eða vill verja sig.

Gaslýsing er mynstur aðferða sem ofbeldisfólk, narsissistar, einræðisstjórnir, leiðtogar sértrúarsafnaða og jafnvel annað fólk í valdastöðum notar til að ná stjórn á einstaklingi eða hóp af fólki. Markmiðið er að láta fórnarlömbin efast um eigin veruleika.

Gaslýsing er ekkert annað en heilaþvottur - Og það nota þau í krafti valds og með hjálp fjölmiðla.

Þau svara engu og fara beint í persónur og eru komin með samræmd svör frá öllum stofnunum þegar foreldar vilja svör.

Þau eyða hiklaust öllum kommentum undir þær fréttir sem koma um þessi mál ef þau eru ekki eins og Sannleiksráðuneytið vill að þau séu.

Og allar þær „fréttir“ sem koma um þessi mál eru algjörlega einhliða.

Það garga allir hatur, hatursorðræða, transhatur og annað verra þegar foreldrar voga sér að opna munninn. Og það er klárlega partur af hegðun ofbeldisfólks sem beitir gaslýsingu af fullum krafti.

Ég velti alvarlega fyrir mér fyrir hvern stjórnvöld vinna...Því það er svo sannarlega ekki fyrir þegna þessa lands.

3 Comments on “Hætti að hlusta, horfa og lesa fréttir frá „hefðbundnum fjölmiðlum“ fyrir nokkrum árum”

  1. Allt rétt sem sagt er í þessari grein.

    Ótrúlegt er að sjá allt fólkið sem trúir engu nema að það sé sagt og skrifað á stóru fjölmiðlunum eins og RUV.

    Ef menn vilja vakna úr rotinu og eiga möguleika á að velta fyrir sér hvað er raunverulegt og hvað ekki, þá er fljótasta leiðin að hætta að horfa á sjónvarp (með áherslu á að hætta að hlusta og horfa á þá stóru eins og RUV).

  2. Skrúfaði líka niður fyrir mörgum árum og RÚV er núna neðst á listanum.
    Eina heimildin sem ég get treyst fullkomlega er Biblían, eins og ég skil hana, ekki eins og aðrir segja að ég eigi að skilja hana.

Skildu eftir skilaboð