Að taka vel á móti flóttafólki

frettinInnlent1 Comment

Einar G. Harðarson skrifar:

Þó tilgangur þess að leyfa öllu flóttafólki að koma til lands sé góður og göfugur, kann að koma í ljós að farið var geyst í góðmenskunni og hún snúist upp í andhverfu sína.  Eins og gerst hefur t.d. í Svíþjóð, Ítalíu, Grikklandi og víðar. Fyrrum forsetaframbjóðandi í Tyrklandi vildi reka ólöglega innflutta og flóttamenn úr landi. Hvers vegna skyldi þetta vera? Hluti af ástæðunum eru eftirfarandi:

  1. Erlendir borgarar samlagast oft illa öðrum samfélögum af trúarlegum ástæðum.
  2. Erlendir borgarar læra illa tungumál þjóðarinnar.
  3. Erlendir borgarar mynda oft samfélög innan samfélagsins.
  4. Glæpir og lögbrot fylgja oft innflytjendum og aukast þar sem oftar en ekki þá fylgja þeir verstu með sem flýja sín heimalönd.

Eitt er þó mál sem reynsluminna fók í þjóðfélaginu og stjórnmálum gerir sér ekki grein fyrir. Því það gerist á lengri tíma. Þegar vel árar þá vantar fólk í vinnu og allt er í blóma, einstaklinga sem þóðin þarf á að halada til uppbyggingar og vinnu. Sagt er að við gætum ekki byggt upp og gert „þetta allt“ án þeirra. En svo koma mögru árin, verðbólga, vaxtahækkanir og atvinnuleysi því þá hættir starfsemi margra fyrirtækja. Allir sem vinna í slíkum fyrirtækjunum missa vinnuna.

Þegar Íslendingarnir sem misstu vinnuna fara svo að leita að vinnu aftur eru erlendir aðilar í vinnu hjá fyrirtækjunum. 

Íslendingarnir fá ekki vinnu þrátt fyrir að vera ekki í þessum ofangreindum fjóru flokkum. Samkvæmt Sænskri könnun og sjónvarpsþáttum skapast við þetta first kergja, andúð og svo hatur. Börn erlendra borgara komu oftar en ekki blá og marin úr skóla. Þau urðu fyrir barðinu á öðrum börnum vegna umræðunnar sem fó fram inni á heimilum og úti í þjóðfélaginu. Hatrið jókst, glæpir jukust og sundrung myndaðist. Þá gerðist það sem Tyrkir eru að fást við í dag. Að vilja senda fólkið úr landi, sem veldur líklega enn meiri skaða, sundrungu og kergju.

Við viljum auðvita hjálpa eins mikið og við getum, en velfeðakerfi okkar er í raun útilokunarsinnuð stefna. Við þurfum því að velja á milli velferðakerfis eða fjölmenningarhyggju.  Opið kerfi sem tekur á móti fjölda eins og núna er að gerast mun sligast og hætta að sinna sínu hlutverki. Tuttugu sinnum fleiri en Norrænu löndin taka á móti miðað við fólksfjölda í dag og fleiri en Danir í beinum tölum. Samkvæmt spálíkunum þá verða erlendir innflytjendur orðnir fleyri en Íslendingar árið 2035.

Norræna módelið, þar sem flestir eru hamingjusamir í heiminum, byggir á velferðarkerfi. Velferðakerfi þar sem öryggisnet tekur á móti þeim sem t.d. missa vinnu, veikjast osfv. Núna þyrfti í raun að bæta frekar í velferðakerfi okkar og taka á fátækt hjá börnum, ópíóðafaraldri, sjálfsvígum, geðheilsu svo ekki sé minnst enn einu sinni á velferð aldraðra og öryrkja. Húsnæðiskerfið hefur sligast nú þegar. Seðlabankinn mokar vöxtum í botnlausa tunnu því þenslan heldur áfram á meðan byggingframkvæmdir halda ekki í við fólksfjölgun.  

Hin hliðin á málinu er að fara í fjölmennigarkerfið. Opna allt, sleppa velferðarkerfinu sleppa því sem einkent hefur Íslendinga og Norrænar þjóðir, sem við höfum hingað til viljað halda í. Tungumálið, hefðir og þjóðareinkennin. Slíkt mun allt glatast í flölmenningarstefnunni. Einnig mun baráttan um brauðið líklega harðna og glæpir aukast eins og gerst hefur í flest öllum fjölmenningarríkjum.

Ungt fólk á eflaust erfitt með að skilja hví ekki er hægt að gera bæði. Taka á móti erlendu fólki og halda velferðakerfinu. Willy Brant fyrrum kanslari Þýskalands er kendur við þessi orð. „Sá sem ekki er vinstrisinnaður þegar hann er ungur er hjartalaus en sá sem ekki er hægrisinnaður þegar hann er eldri er heilalaus“. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að Íslendingum þurfi að fjölga en til þess þarf undirbúningur að vera t.d. þannig að nægt húsnæði sé til staðar, velferðakerfið þoli álagið og þegar fólkið eldist að hægt sé að hlúa að því eins og við viljum gera við eldri borgara. Ekkert af þessu er til staðar.

Núna er verðbólga í háum hæðum hér á landi. Það á að hægja á hagvexti og eins og kallað er, að kæla hagkerfið. Fljótlega munu fyrirtæki hætta starfsemi sem bera ekki þá ávexti sem hljótast í dag. Hugsanlega mun eitthvað af ofarnefndum fjórum atriðum fara að kræla á sér. Það fer nefnilega forgörðum hjá Seðlabanka og flestum stjórnmálamönnum að hugsa ekki til nægilega langs tíma og miða allar sínar áætlanir við hagnað og hagvöxst ársfjórðungs og árlega eða til eins kjörtímabils. Það þarf að hugsa til mun lengri tíma.

Við erum ekki hagkerfi og enn síður kjörtímabil eða hagvöxtur. Við erum SAMFÉLAG sem kallast þjóðfélag. Það er því ÞJÓÐFÉLAGIÐ sem þarf að byggja upp af skynsemi og framsýni. Til að þurfa ekki stöðugt að „slökkva elda“.

Höfundur er löggiltur fasteignasali.

One Comment on “Að taka vel á móti flóttafólki”

  1. Það þarf nauðsynleg að ráðast í það að fangelsa “ góða fólkið”sem æpir orgar og dylgir sig á torgum og krefst stöðugas aukins innflutning á fólki frá gerólíkum menningarheimum. Þjóðhagslegt Hryðjuverka og landskaðafólk eins og feitubollu Tyrkja Tanja hin eina sanna yfir innflytjenda sleikja Nr1. Við þurfum harða óhrædda stefnu til að flytja í burtu það fólk sem ekki á að vera hérna og hætta þessum sleykjuskap vegna alls “ góða fólksins” Lifi Ísland og út með gallaða fjölmenningu og glæpafólk sem hingað kemur til lands.

Skildu eftir skilaboð