Hæstiréttur staðfesti lög í Texas sem banna transaðgerðir á börnum

frettinErlent, TransmálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Hæstiréttur í Texas hefur staðfest lög sem banna hormónagjafir og kynstaðfestingaraðgerðir (transaðgerðir) á börnum. Lesa má um það hér.

Held að öllum sem er umhuga um börn fagni þessu. Veitum börnum sem glíma við kynama góða sálfræðimeðferð og undirbúum þau undir breytingar á líkamanum ef þau eru ákveðin í að fara í læknisfræðilegar aðgerðir á fullorðinsaldri.

Barn sem geri sér ekki grein fyrir skemmdunum sem verða á líkamanum eftir læknisfræðileg inngrip eiga ekkert með að taka ákvörðun um slíkt. Foreldrar eiga að vera fullorðni einstaklingurinn og taka réttar ákvarðanir, vernda börnin fyrir inngripum á tilraunastigi.

Á undaförnum árum hefur komið í ljós hvað fullorðnir hafa gengið langt í tilraunastarfsemi á börnum. Hormónalyfjagjafir hafa skelfilegar afleiðingar á líkamann.

Börn sem glíma við kynama eiga oftar en ekki við andleg veikindi að stríða, einhverfu, átröskun, þunglyndi o.fl. Að skella andlega veikum börnum á hinsegin hilluna er ekki rétt, það á ekki að ýta undir þá hugsun heldur leyfa þeim að vera eins og þau án þess að skilgreinina þau. Þreytist ekki á að deila þessum pistli sem segir allt sem segja þarf.

Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Leyfum börnum að vera börn, hvernig sem þau klæða sig, klippa og lita hárið eða hegða sér í leik. Hættum að skilgreina þau og ýta þeim út í eitthvað sem fullorðnum finnst sjálfsagt.

Það var sjúkrahúsið í Houston sem gerði hlé á hormónameðferðum fyrir transbörn fyrr á árinu, því þeim hafði borist hótanir um lögsóknir vegna barnaníðs og tilraunastarfsemi á börnum, hægt er að lesa nánar um málið hér. 

Skildu eftir skilaboð