Páll Vilhjálmsson skrifar:
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra keypti könnun hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að sýna fram á að almenningur teldi spillingu í sjávarútvegi. Tilfallandi fjallaði um málið í sumar:
Spilltir fjölmiðlar, með RÚV í fararbroddi, hafa samfellt í áratug hamrað á spillingu í sjávarútvegi. Seðlabankamálið, Namibíumálið, Sjólamálið og skæruliðadeildin eru stikkorð í raðfréttalygi RÚV og samstarfsmiðla frá 2012.
Skálduð spilling er hvergi til nema í hugarheimi fréttamanna á ríkislaunum að segja ósatt. Seðlabankamálið fór fyrir öll dómsstig, engin spilling. Namibíumálið leiddi ekki einu sinni til ákæru. Sjólamálið var fellt niður eftir 12 ára málarekstur. Engin spilling. Í skæruliðamálinu kom á daginn að fréttamenn misþyrmdu andlega veikri konu...
Hvaðan fá landsmenn upplýsingar um spillingu í sjávarútvegi? Jú, vitanlega úr fjölmiðlum. Svandís er enginn fáráðlingur. Hún er önnur kynslóð af stjórnmálamönnum sem kunna að nýta sér spillta fjölmiðla, er segja hvítt svart.
Samhliða keyptri skoðanakönnun notaði Svandís opinbert fé til að kaupa þjónustu Samkeppniseftirlitsins til að staðfesta pólitíska fordóma ráðherrans. Tilfallandi reit um kaup ráðherra:
Allir og amma þeirra vita að Svandís Svavarsdóttir ráðherra Vinstri grænna stundar pólitík sem gefur sér að sjávarútvegurinn sé gerspilltur. Ef frásögn forstjóra Brims er rétt misbeitir Svandís ráðherravaldi í pólitískum tilgangi, kaupir rannsókn til að staðfesta pólitíska fordóma.
Nú liggur úrskurður fyrir um að Svandís ráðherra misbeitti opinberu valdi í þágu flokkspólitískra hagsmuna. Hlýtur það ekki að hafa pólitískar afleiðingar?
One Comment on “Svandís notar opinbert fé í flokkspólitískum tilgangi”
Afleiðingar, hvað er nú það?