Breytingar á námskrá er það sem koma skal – eða?

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, InnlentLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Í Noregi eru miklar umræður um fjölbreytileikann og hvernig þeir sem aðhyllast hinsegin fræðin vilja kyn út og setja fjölbreytileika inn í staðinn. Sjálf sé ég ekki ástæðu til þess, ekki hægt að snuða líffræðina. Hvað þá breyta henni í þágu örfrárra einstaklinga sem glíma við kynama.

Skólinn tekur stöðugt ný skref í átt að nýjum skilningi á kyni. Á sama tíma vilja aðgerðasinnar ekki spyrja hvers vegna sumir sjái eftir kynskiptum, skrifar Øyvind Børven. Þýðing er mín en stiklað er á stóru um innihald greinarinnar. Þeir sem vilja lesa hana geta gert það hér.

Viðurkenna eigi líffræðilegt kyn sem veruleika

Í greininni segir hann kjarnann í umræðunni snúast um hvort breytingar á námskrárlýsingum sé rétt eða röng. Hann segir að viðurkenna eigi líffræðilegt kyn sem veruleika og það sé nauðsynlegt fyrir æxlun mannsins en jafngildi ekki mismunun eða útilokun.

Hann bendir jafnframt á að starfrænt ofbeldi hefur aukist gífurlega, það sýnir nemendakönnum frá því í fyrra. Margir benda á að skýr viðmið þurfi til að vinna bug á einelti auk góðra tengsla við fjölskyldu og vini.

Fredwall, sem er í systursamtökum Samtaka 78 í Noregi, talar fyrir breytingum úr kyni í fjölbreytileika en rökræðir ekki málið í umræðudálki í blaðinu en skilur eftir sig gjá í umræðunni. Forvitnilegt að vita hvaða skoðun þeir hafa sem stjórna skólum og reglum skóla.

Hápunkturinn var þegar Fredwall reyndi að hrekja rannsókn Lisu Littman sem fjallar um kynama sem gerist skyndilega vegna utanaðkomandi áhrifa. Mikil umræða hefur átt sér stað í vísindasamfélaginu um aðferðafræðina og niðurstöðurnar, m.a. vegna þess að foreldrar voru efist um breytingu á kynskilningi barna sinna.

Þekkt trans-kona stígur fram

Sænska heimildaþáttaröðin ,,Transkriget“ kom út á dögunum. Þekkt trans-kona, Aleksa Lundberg, stígur fram í þáttunum og segir það ómögulegt fyrir unglinga að skilja afleiðingar af læknisfræðilegum inngripum. Hún veltir upp eigin þögn en segist hafa upplifa hana eins og að vera í sértúrasöfnuði.

heimildaþáttaröðin ,,Transkriget

Samtök aðgerðasinna sem hafa óbein áhrif á börn verða að umbera gagnrýni og vera opin fyrir gagnrýnni umfjöllun. Við stöndum fyrir miklum breytingum í menntakerfinu og samfélaginu og þá er lágmark að mánefnanleg og gagnrýnin umræða fari fram.

Sé það gert getum við tryggt að ákvarðanir séu teknar af umhyggju sem börn okkar og ungmenni eiga skilið. Hver tekur raunverulega ábyrgð ef eitthvað fer úrskeiðis? Á þessum orðum lýkur Øyvind Børven grein sinni.

Skildu eftir skilaboð