Ráðist á fréttamenn Rebel News á fjölmennum mótmælum í Montreal

frettinErlent, TransmálLeave a Comment

Fréttamenn Rebel News voru með beina útsendingu frá vettvangi mótmælanna frá hinum ýmsum borgum Kanada en mótmælin voru skipulögð af Kamel El-Cheikh.

Þeir tæmdu spreybrúsa yfir myndavél Guillerme og réðust á mig“ sagði fréttakonan Alexa Lavoie sem var á vettvangi mótmælanna "1 Million March 4 Children"

Mótmælin fóru fram um allt landið og var ætlað að stemma stigu við kynlífsvæðingu og innrætingu barna í Kanada.  Mótmælin höfðu fengið blendin viðbrögð og gagnrýni frá ýmsum aðgerðarsinnum og miðlum og fóru fréttamenn  Rebel News á svæðið til þess að gefa almenningi annað sjónarhorn á atburðinn.

Þrátt fyrir að þau hafi mætt með öryggisvörð sér við hlið þá urðu fréttamennirnir samt fyrir árás við ein slík mótmæli af hálfu aðgerðasinna sem mættir voru til þess að reyna að stöðva mótmælin.

Alexa tísti meðal annars eftirfarandi:

„Núna í Montreal:  „And-fasistar“, grípa til kunnuglegra aðferða sem fasistar eru þekktir fyrir og réðust á blaðamenn.  Þeir tæmdu spreybrúsa yfir myndavél Guillerme og réðust á mig meðan á mótmælunum stóð.“

Í myndbandinu virðist grímuklæddur einstaklingur slá til Alexu og í myndavélina á meðan annar tekur sig til og úðar úr spreybrúsa yfir myndavélina.

Rebel News berst gegn réttrúnaðinum og stendur uppi í hárinu á æstum múgnum í baráttu sinni til að stöðva herferð þeirra til að klám- og kynlífsvæða börn.

Við erum að bregðast við og flytja fréttir frá mótmælunum sem eiga sér stað um landið allt gegn trans-brjálæðinu.  Ef þið eruð aflögufær, verið svo væn að styðja málefnið til að vernda börnin okkar um allt Kanada, hér á StopClassroomGrooming.com.

Getur þú aðstoðað okkur við að vernda fréttafólk okkar á vettvangi?  Farðu inn á JournalistDefenceFund.com

 

Skildu eftir skilaboð