Bandaríkjamenn ráðgerðu kjarnorkutortímingu Ráðstjórnarríkjanna 1945

frettinArnar Sverrisson, ErlentLeave a Comment

Arnar Sverrisson skrifar:

Bandaríkjamenn hafa einust þjóða  - þ.e. ríkisvald þeirra – varpað kjarnorkusprengju á fólk og fé; á Hirosima og Nagasaki. Þeir eru meðal illskeyttustu fjöldamorðingja sögunnar.

Í kjölfar þess illvirkis fengu þeir Breta og Kanadamenn til liðs við sig í hinni svokölluðu Manhattan áætlun, sem sá dagsins ljós árið 1939. Hún fól í sér framleiðslu kjarnorkusprengja til að kasta á þáverandi bandamenn, Ráðstjórnarríkin (Sovétríkin).

Það má líta á hana sem eins konar framhald „Áætlunarinnar óhugsandi,“ sem svolinn, Winston Spencer Churchill, forsætisráðherra Breta, hafði látið sér til hugar koma árið 1945, þ.e. að láta kné fylgja kviði, gera sameiginlega innrás (jafnvel með þýskum herafla einnig) í kjölfar Yalta ráðstefnunnar, og rústa Ráðstjórnarríkjunum. Það hefði orðið kórónan á höfði þessa misheppnaða herstjórnarsnillings breskra.

Winston Churchill.

Manhattan áætlunin var í sjálfu sér einföld; þurrka Rástjórnarríkin af yfirborði jarðar. Áætlunin var síðar útfærð nánar. Brjálæðingarnir ráðgerðu að sprengja í tætlur 66 borgir í Ráðstjórnarríkjunum. Síðar var fleiri borgum í Austur-Evrópu bætt við, urðu 120 talsins.

Þetta minnir óneitanlega á það hersnilldarfrumkvæði nefnds forsætisráðerra Breta, að sprengja varnarlausa borgara Þýskalands og borgir þeirra í tætlur. (Þjóðverjar tóku síðar upp sama ósið.)

Upplýsingum um Manhattan áætlunina var lekið til stjórnvalda í Moskvu

Árið 1949 tókst þeim að framleiða kjarnorkusprengju. Njósnarinn sagði það óréttlátt og hættulegt, að einungis eitt stórveldi byggi yfir slíkum vopnum.

Bandaríkjamenn skelfdust og hétu á stríðsvini sína í Evrópu, þ.m.t. Íslendinga, að stofna með sér hernaðarbandalag, því „Rússar“ ætluðu sér að ráðast að frjálsum lýðræðisríkum heimsins.

Íslendingar bitu á angið, enda hagsmunir í húfi; herstöð, hermang og viðskipti. Lýðræðisríki Vestur og Norður-Evrópu tóku umsvifalaust joðsótt. Króginn, sem vex og dafnar, vex út og austur, var skírður Norður-Atlantshafsbandalagið (Nató).

Íslensk yfirvöld kalla krógann varnarbandalag

Saklausri, friðelskandi þjóð var sagt, að Rússar sætu um hana og vildu granda með kjarnorkuvopnum. Vitaskuld trúðu Íslendingar. Rússagrýlan varð að nýrri þjóðsögu, sem íslensk yfirvöld enn þá segja landsins börnum, svo þau verði hrædd og velkist ekki í vafa um forsjá fulltrúa sinna. Þjóðsagan kynni að birtast í þjóðsagnasafni framtíðar. Nú er ásýnd grýlunnar, Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússa.

Þórdís Kolbrún og utanríkisráðherra Úkraínu

Til allrar hamingju varð alvöruleikkúreki, Ronald Reagan, forseti hinnar hugprúðu og frjálsu þjóðar í vestri. Hann sá í hendi sér, að beiting kjarnorkuvopna fæli í sér tortímingu heimsins alls. Þá voru gerðir „friðarsamningar“ um kjarnorkuvopn.

En svo fóru aðrir vindar að blása í stjórnartíð George W. Bush og Barrac Obama og blésu kjarnorku í ból bjarnar. Samningum við Rússa um takmörkun á framleiðslu og bann við beitingu skammdrægra kjarnorkuvopna, var sagt upp.

Hersnillingar í hirð þessara heiðursmanna fór að dreyma um að vel mætti beita kjarnorkuvopnum í stríði, án þess að tortíma sjálfum sér og veröldinni, þ.e. beiting kjarnorkuvopna í varnarskyni (pre-emptive strike). Núverandi forseti, Joseph, ku vera fylgjandi kjarnorkuárás á Rússa á föstudögum, en mótfallinn á mánudögum – eða si svona hér um bil. Hann vill glaður og vígreifur láta skattgreiðendur borga, enda er kjarnorkustríð þeim fyrir bestu, ærir þá með frelsi og lýðræði.

Og það vildi svo vel til, að framleiðendur kjarnorkusprengja og stjórnmálamenn (eða voru það stjórnmálakonur eða -hán) dreymdi sama draum. Draumarnir eru dýrir bandarískum skattgreiðendum, sem ekki hafa verið inntir álits og ekki fá að dreyma með.

Skattareikningurinn kynni að verða um 2 triljónir (trillion) dala

Nýju kjarnorkusprengjurnar eru kallaðar „mannúðarsprengjur.“ Þær hæfa reyndar eins og flís við rass mannúðaraheimsveldisstefnu vinanna í vestri, enda gera þær óbreyttum íbúum engan miska.

Svonefndar smákjarnorkusprengjur (B61-12), rúmlega þrefalt öflugri en sprengjurnar, sem Japönum var ornað við, eru staðsettar í Vestur-Evrópu og Tyrklandi, steinsnar frá vígvöllunum í Úkraínu og Miðausturlöndum (Íran).

Bandarískum yfirvöldum og vopnasölunum þótti tilvalið að skjóta á leynifundi þann 6. ágúst 2003 til að ræða vota tortímardrauma sína. Þennan dag árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengju á Hírosíma.

Í frumdrögum nýrrar áætlunar frá árinu 2001 höfðu Rússar verið fjarlægðir af lista yfir þær þjóðir, sem kynnu að verðskulda kjarnorkuvopnaárás Bandaríkjamanna. Þau voru Írak, Íran, Líbía, Norður-Kórea og Sýrland. Reyndar hafa innrásir verið gerðar í Írak, Líbíu og Sýrland, án þess að kjarnavopnum hafi verið beitt.

Skattareikningurinn kynni að verða um tvær trilljónir dollara.

Rússar skilgreindir á ný sem höfuðóvinur Vesturveldanna

Rússar er nú skilgreindir á ný sem höfuðóvinur Vesturveldanna, svo líklegt má telja, að þeir muni brátt tróna ofarlega á listanum á nýjan leik. Það heyrast raunar raddir á þinginu, sem flytja þann boðskap, að nú ætti að láta til kjarnorkuskarar stríða.

Það sama á við um undirbúning kjarnorkuvopnaárásir á Kína. En fram að þessu hefur áróðurs- og viðskiptastríð verið látið duga eins og í tilviki Írans. (Þ.e. burtséð frá hernaðartilburðum Jimmy Carter, sérsveitarárás.)

En það er huggun harmi gegn, eiginlega er stríð friður. Vitringurinn, George W. Bush, sagði:

„Mig fýsir barasta að láta ykkur vita, að þegar stríð ber á góma, erum við eiginlega að tala um frið.“

Það á væntanlega einnig við um áróðursstríðin, sem ofangreindir há gegnum opinberar áróðursstöðvar (útvarp, samfélagsmiðla, áróðurs- og sannleiksfyrirtæki), en ekki síst gegnum „frjáls félagasamtök“ (RÚVska), þ.e. óopinber félög – iðulega mannúðar- eða mannréttindasamtök - í eigu auðkýfinga eða rekin af þeim.

Vladimir Putin.

Litabylting (color revolutions)

Þau hafa oftlega staðið að litskrúðsbyltingum (color revolutions) eins og þeirri, sem RÚV segir okkaur sífellt af í Íran og kallar kvenfrelsunarbyltingu. Heimildin er einmitt „mannréttindasamtök.“

En það er vafalítið fiskur auðkýfingasamkomunnar, Alheimsefnahagsráðsins (World Economic Forum), undir steini. Kanadíski hagfræðingurinn, Michel Chossudovsky, segir:

„Endurræsingin mikla (Great Reset) á vegum Alheimsefnahagsráðsins er samþætt áætlunum um sviðsmynd þriðju heimstyrjaldarinnar, sem miðar að heimsveldiskerfi alheimsstjórnar, bæði með hernaði og án vopnaskaks.“

Heimildalista má finna hér.

Skildu eftir skilaboð