Er þörf fyrir sósíalisma?

frettinInnlent, Jón Magnússon, Stjórnmál1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fyrrum formanni Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn var boðið að halda fyrirlestur í Safnahúsinu í Reykjavík s.l. laugardag, til að fjalla um "hvers vegna er þörf fyrir sósíalisma" Eðlilegra fundarefni hefði verið "Er þörf fyrir sósíalisma"? og svarið miðað við reynsluna er að sjálfsögðu nei.

Jeremy Corbyn var ekki kominn til að ræða um jafnaðarstefnu eins og sá ágæti flokkur Alþýðuflokkur heitinn barðist fyrir frá 1959 þar til hann var illu heilli vélaður í samstarf með kommúnistum við stofnun Samfylkingarinnar. Heldur öfga vinstri marxisma.

Jeremy Corbyn er öfgafullur vinstri sósíalisti, kommúnisti, sem varð formaður Verkamannaflokksins um nokkurra ára skeið, en kjósendur höfnuðu honum og vinstri stefnu hans alltaf. 

Þar sem fjallað er um fundinn með Corbyn er sagt, að þegar Keir Starmer varð formaður hafi hafist ofsóknir gegn Corbyn og róttækum vinstri sósíalistum til að koma nýfrjálshyggjunni í öndvegi í Verkamannaflokknum. Hvílíkur viðsnúningur á staðreyndum. 

Corbyn var rekinn úr Verkamannaflokknum fyrir rasisma. Það voru engar hreinsanir og það var engin breyting til nýfrjálshyggju í Verkamannaflokknum, hann er enn vinstri sinnaður sósíalistaflokkur. 

Vígorð James Corbyn er "For real change" (fyrir raunverulegar breytingar). Öfgafullir sósíalistar hafa það jafnan á hraðbergi þegar þeim er bent á hvílíkar hörmungar sósíalisminn hefur valdið. Þá segja þér það vantaði upp á að það væri alvöru sósíalismi við berjumst fyrir honum. Raunar sama mantran að breyttum breytanda og Mammonsdýrkendur flytja um ágæti þess, að peningar vaxi á hlutabréfamörkuðum. 

Hvers vegna fengu fundarboðendur ekki frekar flóttamann frá Venesúela til að fjalla um efnið "Hvers vegna þarf fólk að flýja sósíalismann? Sósíalistar um allan heim þurfa að horfast í augu við, að aldrei hefur róttækur sósíalismi leitt til annars, en fátæktar, fólksflótta, sviptingu mannréttinda og aftökur á stjórnarandstæðingum. Það er sama í hvaða heimsálfu sem er sbr. Kambódíu, Kúbu, Sovétríkin, Austur Þýskaland og fjölmörg ríki Afríku. Alls staðar brást Marxíski sósíalisminn. 

Það er sagnfræðileg staðreynd að sósíalismi gengur hvergi með sama hætti og það er staðreynd, að samkeppnisþjóðfélagið lyftir fólki og þjóðum úr fátækt til bjargálna.

Róttækir sósíalistar allra tíma eru alltaf úr tengslum við sögulegar staðreyndir. Annars væru þeir ekki sósíalistar.

Frá mótmælum í Venesuela

#image_title

One Comment on “Er þörf fyrir sósíalisma?”

  1. Ég man þegar Berlínarmúrinn hrundi og fólk fagnaði tíðindum, nú er liðin 34 ár frá þeim atburði og Kommúnísinn (undir öðrum formerkjum) hefur yfirtekið Vesturlönd (m.a. Bandaríkin) með sínu ofstæki og afleiðingarnar munu verða hræðilegar á komandi árum. Sorglegt.

Skildu eftir skilaboð