Jón Magnússon skrifar:
Félagsmálaráðherra hefur ákveðið, að veita hælisleitendum, sem eru hér ólöglega og búið er að vísa úr landi sérstaka fjárhagsaðstoð, fæði og húsnæði, þvert á það sem um var talað við breytingu á útlendingalögunum. Þá átti að ná stjórn á stjórnlausum málaflokki, málefnum ólöglegra innflytjenda.
Fyrir utan það að fela Rauða krossinum sérverkefni ætlar félagsmálaráðherra að skikka sveitarfélög til að taka þátt í þessu endemisrugli.
Þeir sem hafa verið hér ólöglega um langa hríð á kostnað skattgreiðenda halda áfram að liggja upp á skattgreiðendum þó búið sé að vísa þeim úr landi. Allir sem hingað koma geta þá verið fullvissir um það að þeir fá að vera áfram hvað sem tautar og raular. Landamærin eru þá ekki bara hriplek heldur allt þetta hælisleitenda stjórnkerfi.
Stjórnvöld ná engum árangri með svona vinnubrögðum.
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sem barðist fyrir breytingu á útlendingalögunum í vor, að láta gera sig að fífli með því að láta þetta yfir sig ganga eða slíta stjórnarsamstarfinu ef þessi aðgerð verður ekki tekin til baka.
Því verður ekki trúað að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vitað af þessari aðgerð félagsmálaráðherra og samþykkt hana.
Hvað er þá orðið um okkar starf gæti Jón Gunnarsson fyrrum dómsmálaráðherra spurt eins og þjóðskáldið forðum. Já og hvað eigum við þá að spyrja sem teljum það eitt mikilvægasta verkefni fullvalda þjóðar að hafa stjórn á landamærunum og gæta að þjóðtungu og þjóðmenningu.
Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki setið undir þessu.
2 Comments on “Félagsmálaráðherra hefur ákveðið að veita „ólöglegum hælisleitendum“ fjárhagsaðstoð”
Leggja niður öll landamærastörf, því þau eru orðin óþörf og það á hvort sem er að fara að fækka ríkisstarfsmönnum.
63 þingmenn. Gera ekkert annað en að samþykkja það þeim er sagt að gera af EU, UN.
Fækka þeim um 90%.