Kynfræðsla og upplýsingaóreiða

frettinGeir Ágústsson, InnlentLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Krakkafréttir RÚV eru ekki reglulegt áhorf hjá mér en eitthvað greip mig þó einn slíkur fréttatími með heitið: Kynfræðsla og upplýsingaóreiða.

Þar er reynt að greiða úr ýmsum flækjum, svo sem að kynfræðsla hins opinbera (þar sem örvun á endaþarmi er kynnt 7-10 ára krökkum) sé ekki á vegum Samtakanna 78, sem er rétt, en því líka haldið fram að Samtökin 78 stundi alls enga kynfræðu í grunnskólum þótt veggspjöld merkt samtökunum (auk Reykjavíkurborgar) séu alveg á mörkunum. Ég spyr mig til dæmis að því hvernig er hægt að ræða kynhneigð án þess að nefna að um sé að ræða kynferðislega hneigð, þ.e. með hverjum maður vill stunda kynlíf. En kannski er ég bara gamaldags.  s78_og_rvk

Og það er svo þetta með veggspjaldið sem hrekur fullyrðingar Krakkafrétta: Sveitarfélögin og Samtökin 78 eru komin í eina sæng. Þau eru að blanda saman kynfræðslu (og boða til sífellt yngri barna) og hinseginfræðslu (þetta með að við séum mismunandi og allt það). Mörkin eru ekki jafnskýr og okkur er sagt.

Upplýsingaóreiðan er algjör en henni má skipta í tvennt: Hreinan áróður sem er troðið ofan í kokið á fólki (eða laumað að börnum án vitneskju foreldra), og eðlilegan rugling fólks á því hver er að segja börnunum hvað, allt í einu.

Hver er að segja strákum að þeir geti verið stelpur? Hver er að kenna krökkum að örva á sér endaþarminn? Hver er að segja að BDSM sé kynhneigð? Hver er að segja við krakka að fitla við kynfæri sín og taka myndir af þeim?

Er það sveitarfélagið í kynfræðslunni? Eða verktakarnir í Samtökunum 78? Eða veggspjöldin sem enginn virðist hafa búið til en hanga um alla veggi engu að síður?

Upplýsingaóreiðan er algjör en hún er framleidd til að skapa rugling svo þeir sem eru ábyrgir geti bent á einhverja aðra og þannig haldið fólki í óvissu um hvern þarf að skamma.

Úr þessu má auðveldlega greiða. Það má taka samtalið. Þrjár ljómandi greinar (með höfunda úr ýmsum áttum) með slíkan boðskap eru hér og hér og hér.

Það er einfaldlega verið að biðja að okkur sé sagt hver sé að segja börnunum hvað og í hvaða samhengi og út frá hvaða náms-, fræðslu- eða hugrenningaefni.

Í samhengi kynfræðslu og hinseginfræðslu er enginn að tala um neitt nema börnin.

Fullorðið fólk, sem hefur fengið að ganga í gegnum sinn kynþroska, er allt annar hlutur.

Krakkafréttir leggja hér sitt lóð á vogarskálar upplýsingaóreiðunnar, og það er athyglisvert. Vonandi er enginn að horfa.

Skildu eftir skilaboð