Leikskólastarfsmenn segja börnum að þau geti verið það kyn sem þau vilja

frettinErlent, Helga Dögg Sverrisdóttir, SkólamálLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Litla stúlkan var þriggja ára. Mamman sem vill ekki koma undir nafni segir frá tímabili þegar stelpan hennar vildi vera strákur og vildi ekki nota nafnið sitt- hún væri strákur.

Foreldrarnir reyndu að átta sig á hvaða orsakaði tilfinninguna og brugðust við. En stúlkan „krafðist“ segir í norsku greininni sem ég þýddi lauslega að hluta. Barnalæknir talar um eitraðan málflutning.

Móðir segir frá stúlkunni sinni sem var þriggja ára og á leikskóla. Einn daginn hélt hún fram að hún vildi vera strákur. Á tímabili þótti hegðun hennar eðlileg viðbrögð á það sem hún upplifði segir mamman og segir að stúlkan hafi á þessu tímabili fengið nýtt systkin sem krafðist mikla athygli. Hún eyddi miklum tíma með föður sínum.

Leikskólinn leggur sérstaka áherslu á „regnbogafræðina“

Þá hafði móðirin engar grunsemdir um áhrif frá leikskólanum- ekki fyrr en foreldrar fengu bréf um að leikskólinn legði sérstaka áherslu á regnbogann og m.a. leggðu áherslu á að ,,maður getur verið það kyn sem maður vill.“ Það kom fram að í leikskólanum eru þær sem fæddar eru stúlkur, geta valið að vera strákur og að börnin tali um þetta í leikskólanum. Orðsendingin olli óróleika og varnarleysi.

Systursamtök Samtaka 78 í Noregi kallast FRI og hafa séð um fræðslupakka til leikskólanna. Þeir gefa ekki upp hvert inntak fræðslupakkans er.

Fri gefur ekki út námsefnið en okkur tókst að fá þetta:

Yngsta stig: Munið að það hafa ekki allir kynvitund sem strákur eða stelpa. Það er fínt að nefna það í kennslu um kyn.

Miðstig: Margir strákar hafa typpi og margar stelpur hafa sníp en ekki allir.

Elsta stig: Munið að allir ákveða kynvitund sína og að ekki hafa allir kynvitund sem samsvarar kyni sem var skráð við fæðingu.

Eitraður málflutningur

Pål Surén, barnalæknir og rannsakandi vinnur á deildinni um þroska og vöxt barna hjá ,,Folkehelseinstituttet „(FHI), segir þetta eitraðan málflutning.

Barnalæknirinn telur, þar sem við eigum að hjálpa börnum með kynama, þá eigi þessi boðskapur að börnin passi ekki inn í ramma um kynið sem þeir tilheyra líffræðilega engan veginn við.

Algjörlega ný sýn á kynin smýgur inn í kerfið og festist í sessi án nokkurrar mótstöðu. Margir sérfræðingar kvíða fyrir að blanda sér í umræðuna, þeir vilja ekki láta óviðeigandi viðbrögð yfir sig ganga.

Þetta er vandasamt. Algengi kynjanna vegna kymama hefur aukist verulega á undanförnum árum án þess að vita nákvæmlega hver orsökin er. Það eru sérstaklega stúlkur sem sækja heilbrigðisþjónustu í þessum tilgangi.

Áhugasamir geta lesið greinina hér.

Mynd: Redningsselskapet

Skildu eftir skilaboð