Peter Imanuelsen rannsóknarblaðamaður skrifar:
Lögreglan í Svíþjóð varar nú við því að henni verði alfarið um megn að stöðva glæpagengin. Mikil ólga ríkir í Svíþjóð, en hefðbundnir miðlar neita að fjalla um hana í skugga pólitískrar réttsýnar.
Allir gátu séð þetta fyrir. Ég mátti þola árásir af hálfu fjölmiðla og vinstrisinna þegar ég varaði við atburðarásinni í Svíþjóð fyrir allmörgum árum. Þá var ég kallaður ,,samsæriskenningasmiður“.
Ástandið í Svíþjóð hið ískyggilegasta síðan 1945
Jale Poljarevius, lögreglustjóri, varar við því að ástandið í Svíþjóð sé nú hið ískyggilegasta síðan 1945. Með öðrum orðum hafi ástandið ekki verið ískyggilegra frá heimsstyrjöldinni síðari.
Það sem af er þessu ári má telja hundrað og tíu sprengingar; eina sprengju nánast annan hvern dag. Við höfum orðið vitni að því að tíðni skotárása er sú hæsta innan Evrópu, þegar hún hafði verið hin lægsta innan Evrópu.
Svíþjóð var meðal öruggastra Evrópulanda fyrir 20 árum
Svíþjóð var meðal öruggastra Evrópulanda fyrir aðeins 20 árum – að hugsa sér. Nú sjáum við fram á flest dauðsföll vegna skotárása innan Evrópu. Hið sama á við um sprengingar og nauðganir.
Nauðganir eru tilkynntar einna oftast í Svíþjóð á heimsvísu. Við gerum nú ráð fyrir rúmlega sextíu lokleysusvæðum [no-go zones], sem lögreglan kallar sum hver ,,lögleysusvæði“.
Ástandið versnað til muna
Ástandið hefur stigmagnast mjög undanfarnar vikur. Í septembermánuði einum saman má geta átján skotárása, en níu þeirra leiddu til dauða. Aðeins eru nokkrar vikur síðan þrettán ára barn var skotið í höfuðið og svipt lífi rétt utan Stokkhólms. Morðið virðist hafa átt sér stað af völdum gengjastríðs.
Lögreglan í Svíþjóð segir að gengin fái nú ungt fólk til liðs við sig og þá gjarnan börn, þar sem ætlun sé að fremja voveiflega glæpi og að ráða menn af dögum.
Jale Poljarevius, lögreglustjóri, segir:
„Þeir notfæra sér unga fólkið, því að þeir vita fyrir að sænska kerfið virkar ekki í tilfelli ungmenna þegar kemur að alvarlegum glæpum. Þau geta myrt einhvern og verið sakfelld til tveggja eða þriggja ára fangelsisvistar, fjögurra að hámarki. Það verður ekki meira“.
„Kerfislægt hrun“
Staðan er núna svo slæm að sumir innan sænsku lögreglunnar vara við mögulegu kerfishruni innan samfélagsins vegna ofbeldis og glæpa undan gengjum.
„Ef þetta fær að þrífast til lengri tíma kann þetta að verða að kerfisbundinni ógn“, segir Karlotta Mauritzon, en hún starfar á deild sænsku leynilögreglunnar [National Operative Department].
Fjölmiðlar drepa hendi við málinu
Hefðbundnir miðlar hunsa að mestu hið mikla hættuástand sem nú vofir yfir Svíþjóð. Því ríður á að kafa djúpt ofan í málið til þess að komast að hinu sanna um hvað landið mitt á yfir höfði sér.
Ég hef komist að því að Svíþjóð stendur frammi fyrir alvarlegu vandamáli um gengjastríð. Það er miklum mun alvarlegra en fólk kann að halda.
Ég hef rannsakað þessi gengi og niðurstöðurnar eru sláandi. Svo virðist sem þau hafi náð fótfestu í sænsku réttarkerfi. Þau eru undir verndarvæng!
Köfum ofan í málið til að komast að því hvernig þessi gengi starfa. Þetta er sannleikurinn um gengjastríðið í Svíþjóð, en það verður ekki til umræðu á hefðbundnum miðlum.
Heimild:
Greinin birtist fyrst á síðu Peter Imanuelsen (Peter Sweden) 24. sept., 2023
Sannleikurinn um sænska gengjastríðið. Slóð: The TRUTH about the Swedish gang CRISIS. (substack.com)